Jólastemmningin læðist hægt og hægt að í húsinu okkar...og alltaf bætist við skrautið. Alltaf stendur maður sig að því að bæta einum og einum jólahlut við safnið, þrátt fyrir að fá nett sjokk yfir öllu dótinu þegar það fer aftur ofan í kassana í janúar.
Það er bara eitthvað svo kósí við að setja allt fíneríið upp og fjölga kertastjökunum svo um munar ;) Mér finnst persónulega skemmtilegast að rýma til fyrir jóladótinu og skipti þá hinum munum bara út.
Svo er alltaf gaman að sjá jólastemmninguna hjá öðrum og þá er nú gaman að því hversu mörg falleg íslensk heimilisblogg eru í gangi. Við báðum t.d. hana Kristínu sem er með bloggið Blúndur og blóm að sýna okkur dagatalið sitt og hér má sjá það...afskaplega falleg og nostalgískt. Ég sakna þessa gömlu dagatala með fallegu myndunum og einnig fengum við systurnar dagatal með litlum hlutum í...man einhver eftir þeim?
Svo fengum við líka senda þessa skemmtilegu hugmynd frá Þóru Marteinsdóttir sem bjó það til fyrir sín börn en fékk sjálf svona þegar hún var ung frá þýskri frænku sinni, gott að geyma þessa hugmynd fyrir næsta desember ;)
Vona að dagarnir ykkar séu ljúfir og ekki alltof mikið stress...
****
As christmas gets nearer the number of candles and decorations multiply in my house and I find myself adding to the increasing population of snowman and reindeers...and what nots. Eventhough I am sure I swore not to buy anything like that...when I was packing all the christmas stuff away last January ;)
Sharing with you an idea that was sent to us, for an advent calendar...good for next year ;) Also sharing with you a photo from a blog called Blúndur og blóm, which is showing us the christmas cosyspirit in her house. We asked her to show us her calendar and she showed us this beautiful nostalgic calendar...brings back memories :)
Hope you remember to enjoy this season and don´t let the stress get to you
m
Fallegt hjá þér Magga mín :)
ReplyDeletegleðileg jól til ykkar Skaftanna, með knúsi frá Bakkabúunum