26.11.16

Beðið eftir jólunum

Við systur gáfum út í fyrra, ásamt frænku okkar; Steinunni Gunnarsdóttir, jóla-afþreyingabók í formi dagatals. Dagatalið heitir Beðið eftir jólunum og er fullt af þrautum, föndri, fróðleik, uppskriftum og ýmsu fleira.

Við erum afar stoltar af þessu verkefni og vonum að fólk hafi gaman af. Beðið eftir jólunum fæst m.a. í Safnbúð Þjóðminjasafnsins, Spilavinum, Motivo á Selfossi, Iðu Zimsen og Mál&Menningu. Og svo er hægt að kaupa það beint af okkur á facebook síðu Skeggja.

Á morgun, sunnudag, ætlum við svo að vera með viðburð á KEX og kynna dagatalið, föndra með krökkunum og gefa eitthvað jólalegt smakk upp úr dagatalinu. Það væri svo gaman að sjá ykkur :)Eigið ljúfan laugardag!
mAs

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...