30.10.15

Búðarráp í Toulouse | Shopping in Toulouse

Við fjölskyldan erum nýkomin heim úr yndislegu vetrarfríi í Suður-Frakklandi. Við dvöldum í litum bæ rétt fyrir utan Toulouse og fórum nokkrum sinnum inn í þá skemmtilegu borg. Toulouse er fjórða stærsta borg Frakklands og þykir hafa allt sem stórborg hefur upp á að bjóða...án sama erils og er í París.

Að sjálfsögðu kíkti frúin í búðir en fyrir hin hefðbundnu tuskufatamerki mátti finna fullt af litlum dásamlegum búðum...búðum sem ég hefði viljað tæma og panta gám undir góssið.

Leyfi hér "nokkrum" myndum að fljóta með....
























***
Just got back from a wonderful vacation in South-France. We stayed in a little village near Toulouse and of course we explored that wonderful city. Toulouse is the fourth largest city in France and has everything a big city should have to offer.

I did a little shopping while there and stumbled upon numerous wonderful little shops which could easily have emptied my walled and filled my suitcases.

Njótið dagsins!


29.10.15

Fimmtudagur | Thursday

Fimmtudagur og leiðindaveður framundan. Þá er um að gera að láta sig hlakka til kvöldsins og helgarinnar sem nálgast óðfluga.

Þetta er eilítið uppáhalds þessa dagana; sveppamyndin eftir Söru Riel, Primadonna ostur...í hófi auðvitað ;) og nýja uppskriftabókin þar sem þemað er kanill. Það er bara ekki hægt að standast freistingar sem fela kanil í sér.




****
Thursday is here and the weekend fast approaching. Its rainy and windy outside, a proper icelandic autumn weather and the best place to be is on the couch...under a blanket.

These are few of my favorits these days; mushroom print by Sara Riel, cheese and crackers and a new recipe book where Cinnamon is in the spotligth. You just can´t go wrong with Cinnamon.

Njótið dagsins!
m

8.10.15

Október

Október mætti á svæðið fyrir nokkrum dögum. Stundum gleymir maður fegurð haustsins á meðan maður veltir sér upp úr því að sumarið sé búið.




{Anna frá Grænuhlíð e. L.M.Montgomery}


Haustið býður líka upp á skemmtilega möguleika til útiveru. Skellið ykkur í göngtúr til að skoða haustlitina, vopnuð myndavél og jafnvel heitu kakói. Einnig vekur það alltaf lukku að skella sér í stígvélin og hoppa í pollum...foreldrarnir líka. Höfum svo orð Önnu í Grænuhlíð í huga og förum bjartsýn inn í haustið :)

Njótið dagsins
m

4.10.15

Sunnudagur... | Sunday

Sunnudagur og húsmóðirin er ein í húsinu.... í smástund. Yogi te, kertaljós og frágangur eftir barnaafmæli á milli þess sem blöðin eru skoðuð. Soundtrackið við þennan notalega sunnudag er Bebel Gilberto en hún átti m.a. lög í myndinni Eat, Love, Pray....suðrænt og seiðandi.











****
Sunday and the housewife is home alone, for a little while. Yogi tea, candle light and a mix of tidying up after a birthday party and reading the papers. The soundtrack to this cosy Sunday is Bebel Gilberto...sunny and light.




Eigið ljúfan sunnudag!
m

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...