17.9.15

Slippurinn

Um síðustu helgi skelltum við okkur til Vestmannaeyja. Tilefnið var að njóta vinnings sem ég hafði unnið hjá RÚV síðasta sumar og ekki náð að nota fyrr. Hluti vinningsins var kvöldverður á Slippnum og stendur sá staður vel undir væntingum. Ekki nóg með að maturinn sé afar góður heldur skemmtilega innréttaður og fær gamall andi hússins vel að njóta síns. Ég var sérstaklega hrifin af þessari vel heppnuðu blöndu af hráum iðnaðarstíl og hlýlegum ömmuhúsgögnum, einnig gaman af smáatriðunum eins og brúnu glerglösin og matardiskarnir sem gætu sem best verið frá því ´sjötíuogeitthvað ;)Dagurinn í Eyjum var dásamlegur í alla staði og Slippurinn flottur endapunktur. Mæli með dagsferð til Eyja!
mAs

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...