24.6.15

Sumarafmæli - birthday in the summer

Ég var svo ángæð þegar 3 barnið mitt fæddist í júní, hugsaði mér gott til glóðarinnar að fá loks að halda sumarafmælispartý utandyra, en fyrir á ég hávetrarbörn, í nóvember og janúar. Dóttir mín yngsta fagnaði 4 ára afmælinu sínu núna 17 júní og af þessu 4 afmælum sem hún hefur átt þá hefur verið rigning í þremur. Þegar hún var 1 árs þá var fínt veður og æðislegt að fá að skreyta garðinn og setja um leiktjald fyrir krakkana, 2 ára afmælið þá leigðum við Guðmundarlund með frænda hennar og slóum saman í afmælispartý, því miður var leiðindar rigningarsuddi svo varla var þurrþráður á fólki og við tókum það ráð að rjúka í Rúmatalagerinn og kaupa tvo hvít tjöld til að tjalda fyrir gestina og grillið, hér má svo sjá myndir úr því afmælispartý. Í fyrra skellti ég svo upp tjaldi út í garði og undirbjó afmæli en þá voru öll rigningar met sleginn og það rigndi eins og hellt væri úr fötu og engin vogaði sér út. Í ár náðum við aðeins að kýkja út í garð áður en rigningin skall á, en ég er mjög bjartsýn á að næsta 17 júní verður sól og sumar annnað eins hefur gerst :).
Knús S Þessi bloggpóstur er okkar annað framlag í Sumarbloggpartý 2015 sem hún Stína á Svo margt fallegt startaði í byrjun júní. Hún hefur áður haldið svona bloggpartý og í þetta sinn er partýið haldið sameiginlega á nokkrum bloggum. Ef þig langar til að vera með er það sáraeinfalt, smelltu bara hér til að sjá nánari upplýsingar.

1 comment:

  1. Innilega til hamingju með afmælisstelpuna og frábært að geta haldið svona úti afmæli, væri þó alveg fer ef júní væri bara trygging fyrir útiafmælispartýveðri á hverju ári :)
    Kær kveða
    Stína

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...