24.6.15
Sumarafmæli - birthday in the summer
Ég var svo ángæð þegar 3 barnið mitt fæddist í júní, hugsaði mér gott til glóðarinnar að fá loks að halda sumarafmælispartý utandyra, en fyrir á ég hávetrarbörn, í nóvember og janúar. Dóttir mín yngsta fagnaði 4 ára afmælinu sínu núna 17 júní og af þessu 4 afmælum sem hún hefur átt þá hefur verið rigning í þremur. Þegar hún var 1 árs þá var fínt veður og æðislegt að fá að skreyta garðinn og setja um leiktjald fyrir krakkana, 2 ára afmælið þá leigðum við Guðmundarlund með frænda hennar og slóum saman í afmælispartý, því miður var leiðindar rigningarsuddi svo varla var þurrþráður á fólki og við tókum það ráð að rjúka í Rúmatalagerinn og kaupa tvo hvít tjöld til að tjalda fyrir gestina og grillið, hér má svo sjá myndir úr því afmælispartý. Í fyrra skellti ég svo upp tjaldi út í garði og undirbjó afmæli en þá voru öll rigningar met sleginn og það rigndi eins og hellt væri úr fötu og engin vogaði sér út. Í ár náðum við aðeins að kýkja út í garð áður en rigningin skall á, en ég er mjög bjartsýn á að næsta 17 júní verður sól og sumar annnað eins hefur gerst :).
Knús S
Þessi bloggpóstur er okkar annað framlag í Sumarbloggpartý 2015 sem hún Stína á Svo margt fallegt startaði í byrjun júní. Hún hefur áður haldið svona bloggpartý og í þetta sinn er partýið haldið sameiginlega á nokkrum bloggum. Ef þig langar til að vera með er það sáraeinfalt, smelltu bara hér til að sjá nánari upplýsingar.
18.6.15
Vestfirðir - bezt í heimi!
Maður verður nú að rembast smá...vestfirðingurinn sjálfur ;)
Orðin langeygð eftir sumartilfinningunni lögðum við af stað í dalinn okkar. Það er svo mikið yndi að komast þangað og endurnærir alltaf sálina....þrátt fyrir að dalurinn hafi nú verið með kuldalegra móti. En sólin skein alla dagana og síðasta daginn var hitastigið jafnvel nokkrum stigum fyrir ofan tíuna, hvað getur maður beðið um meira?
1. Heilsaðu upp á gestgjafana, það er jú alltaf góður siður.
Kíktu á bloggin í listanum hér ofar og ef þér líkar þá endilega followaðu
2. Láttu vita hvar þú ert.
Taktu fram í sumarbloggpóstinum (helst með virkum linki) að þú takir þátt svo þínir lesendur viti af partýinu.
3. þú mátt taka með þér vini.
þér er velkomið að deila á fb og bjóða vinum þínum að kíkja og taka þátt.
4. Heilsaðu upp á aðra gesti.
Kiktu á amk 2 linka sem vekja áhuga þinn, bæði á undan þínum og á eftir og skildu eftir komment.
5. Þetta er opið partý út Júní.
Þú mátt ss setja inn eins marga sumarbloggpósta og þú vilt
Svo nú er bara að sýna sig og sjá aðra.
Add your link
powered by InLinkz.com
Orðin langeygð eftir sumartilfinningunni lögðum við af stað í dalinn okkar. Það er svo mikið yndi að komast þangað og endurnærir alltaf sálina....þrátt fyrir að dalurinn hafi nú verið með kuldalegra móti. En sólin skein alla dagana og síðasta daginn var hitastigið jafnvel nokkrum stigum fyrir ofan tíuna, hvað getur maður beðið um meira?
{Dansað af gleði í Arnarfirðinum } |
{Potturinn góði sem verður fullkláraður í sumar } |
{ Miðnæstursólin í Dýrafirði } |
{ Þessi bar bein sín í Keldudal } |
{ Nestisferðir slá alltaf í gegn } |
{ Sápukúlur og sól...góð blanda ;) } |
{ <3 } |
{ Yfirgefið hreiður vakti forvitni } |
{ Lítil Grasa-Gudda } |
{ Í dalnum hjálpast allir að, stórir sem smáir } |
{ Belgískar vöfflur í Simbahöllinni klikka ekki } |
Þessi bloggpóstur er okkar framlag í Sumarbloggpartý 2015 sem hún Stína á Svo margt fallegt startaði í byrjun júní. Hún hefur áður haldið svona bloggpartý og í þetta sinn er partýið haldið sameiginlega á nokkrum bloggum. Ef þig langar til að vera með er það sáraeinfalt, smelltu bara hér til að sjá nánari upplýsingar.
Sumarkveðja!
m
Vertu innilega velkomin í Sumar linkpartý 2015
1. Heilsaðu upp á gestgjafana, það er jú alltaf góður siður.
Kíktu á bloggin í listanum hér ofar og ef þér líkar þá endilega followaðu
2. Láttu vita hvar þú ert.
Taktu fram í sumarbloggpóstinum (helst með virkum linki) að þú takir þátt svo þínir lesendur viti af partýinu.
3. þú mátt taka með þér vini.
þér er velkomið að deila á fb og bjóða vinum þínum að kíkja og taka þátt.
4. Heilsaðu upp á aðra gesti.
Kiktu á amk 2 linka sem vekja áhuga þinn, bæði á undan þínum og á eftir og skildu eftir komment.
5. Þetta er opið partý út Júní.
Þú mátt ss setja inn eins marga sumarbloggpósta og þú vilt
Svo nú er bara að sýna sig og sjá aðra.
Add your link
Collection closes in 12d 2h 15m.
Let other people know about it through twitter.
Let other people know about it through twitter.
powered by InLinkz.com
1.6.15
Keramik | Pottery
Ég er dulítið veik fyrir fallegum leirmunum eins og t.d. frá henni Tine K. Ég hef því reynt að hafa augun opin á ferðalögum mínum erlendis og kippa jafnvel einu og einu stykki með mér. Kosturinn við þetta er að þær vörur eru töluvert ódýrari en hinar fyrrnefndar og sumar af þeim eru ekki ósvipaðar. Sennilega lætur blessunin hún Tína framleiða þetta fyrir sig í Marokkó og selur svo undir sínu nafni....allavega er mynstrið á sumu frá henni ekki ósvipað og það sem ég hef rekið augun í.
Ég var stödd úti á Spáni fyrr í maí og á þessu svæði er mikið um máraminjar og norður-Afríska strauma. Ég gerði mér því miklar vonir um að finna eitthvað til að bæta í safnið. Það var þó ekki fyrr en á síðasta degi ferðarinnar, þegar við vorum á brunandi siglingu eftir hraðbrautinni á leiðinni til Grananda, að ég rek augun í gósenlandið. Við vegarkantinn....í akkúrat öfuga átt við þá sem við vorum að fara eru nokkrar keramiksölu í opnum skýlum og ég fæ auðvitað eiginmanninn til að taka u-beygju med det samme ;)
Ég hefði auðvitað alveg viljað taka alveg fullt með mér en lét mér nægja tvær skálar....skildi grænu tagínuna eftir með tárin í augunum...
Eigið ljúft kvöld :)
m
Ég var stödd úti á Spáni fyrr í maí og á þessu svæði er mikið um máraminjar og norður-Afríska strauma. Ég gerði mér því miklar vonir um að finna eitthvað til að bæta í safnið. Það var þó ekki fyrr en á síðasta degi ferðarinnar, þegar við vorum á brunandi siglingu eftir hraðbrautinni á leiðinni til Grananda, að ég rek augun í gósenlandið. Við vegarkantinn....í akkúrat öfuga átt við þá sem við vorum að fara eru nokkrar keramiksölu í opnum skýlum og ég fæ auðvitað eiginmanninn til að taka u-beygju med det samme ;)
Ég hefði auðvitað alveg viljað taka alveg fullt með mér en lét mér nægja tvær skálar....skildi grænu tagínuna eftir með tárin í augunum...
Eigið ljúft kvöld :)
m
Labels:
home,
inspiration
Subscribe to:
Posts (Atom)