27.4.15

Vor í bolla / spring in cups

Ég er að reyna að vera súper jákvæð og bjartsýn en ég verð að viðurkenna að þessi árstími er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þ.e. biðin eftir vorinu/sumrinu. Mig er farið að langa svo mikið að komast út í garð og gróðursetja og gera fínt í garðinum. Ég lét mig reyndar alveg hafa það um helgina og fór að taka til. Laugardagurinn var alveg ásættanlegur en sunnudagurinn var frekar snjóasamur. Þannig að ég ákvað bara að ná mér í smá vor inn í húsið svo ég sótti mér sætan vorlauk og setti í bolla. Dásamlega sætt finnst ykkur ekki :)Enjoy your day
Knús og kram
S

4 comments:

 1. Þetta er bara fallegt og skemmtilegt :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk fyrir, já þetta gleður augað :)

   Delete
 2. þetta er algjör dásemd. sá um daginn að það eru svona lítl kríli að gægjast upp úr moldinni hjá mér á stað sem enginn tekur eftir á þessum árstíma. Kanski ég taki þátt í þessari bolla-vor gleði þinni. Allt of fallegt til að apa það ekki eftir

  ReplyDelete
  Replies
  1. Endilega skelltu þeim í bolla og njóttu inni í hlýjunni...svona á meðan við bíðum eftir vorinu ;)

   Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...