17.4.15

A4 áskorun 2015

Við fengum skemmtilega áskorun um daginn frá fyrirtækinu A4. Þar máttum við, ásamt fleiri bloggurum, koma og velja efnivið til þess að vinna með og birta á blogginu okkar. Það er náttúrulega ekki leiðinlegt að mega velja sér eitthvað af skemmtilega föndurefninu sem A4 býður upp á...verst að valkvíðinn gerir vart við sig þegar úrvalið er svona mikið :)
Okkar verkefni mun birtast hér á blogginu fljótlega og við hvetjum ykkur til að fylgjast með hinum bloggunum og sjá hvað þar er verið að bralla. Athugið samt að verkefnin verða birt á mismunandi tíma.

Hin bloggin eru:
Rósir og rjómi
Heima
Fífur & Fiður
Skreytum hús 
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Heimilisfrúin
Manicure lover
Frú Galin
Deco Chick

Ekki gleyma að kíkja inn á facebook síðu A4 og jafnvel að splæsa í eitt "like".

Njótið dagsins
mAs

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...