24.4.15

A4 áskorun

Þá er komið að okkar verkefni í A4 áskoruninni sem við sögðum frá um daginn. Vonandi hafið þið líka kíkt inn á hin bloggin sem taka þátt í þessari skemmtilegu áskorun þar sem nokkrar bloggkonur fengu að velja sér efnivið að eigin vali í A4...og þar er sko nóg úrval!

Það var ekki laust við valkvíða þegar við systur gengum hring í búðinni. En svo rákum við augun í þessi gullfallegu taulímbönd og ákváðum að nýta þau...og þegar við sáum málningadolluna með uppáhalds lit Stínu urðum við að kippa honum með líka. Límböndin voru nýtt í nýja herbergi unglingsstúlkunnar en veggurinn fyrir ofan rúmið hennar beið eftir að fá eitthvað skemmtilegt á sig. Þar sem við búum á Íslandi og þar koma nú stundum jarðskjálftar erum við ekkert sérstaklega spenntar fyrir því að hafa mikið á veggjum fyrir ofan rúm...sérstaklega ekki myndaramma. Því kom upp sú hugmynd að nota taulímbandið sem ramma utan um nokkrar myndir og skrifa svo LOVE fyrir ofan. Hugmyndin er svo að hún bæti við vegginn...myndum af henni og vinkonunum, póstkortum eða hverju sem heillar hana. Málningunni var svo skellt á eldhúströppuna sem var búin að bíða lengi eftir að fá yfirhalningu ásamt skipulagskassa. Og af því frúin var komin í stuð með pensilinn varð lítil ugla einnig græn og á hún að fara inn í herbergi yngri dótturinnar. Allt saman einfalt og fljótlegt föndur úr skemmtilegum efnivið frá A4 :)



Þá er það komið í bili...munið að kíkja á hina bloggarana, fullt af skemmtilegum hugmyndum hjá þeim og ekki gleyma að kíkja á A4 á facebook...sniðugt að vera vinur þeirra og fylgjast með :)
Eigið ljúft kvöld!
mAs

4 comments:

  1. flott hugmynd á vegginn :)

    kv. Langholtsfrúin

    ReplyDelete
  2. En snidugt! Alltaf svo fallegar myndirnar hja ykkur. Kv. Brynja

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...