6.3.15

Nýja heimilið | The new home

Það hefur nú verið rólegt hér á blogginu enda standa flutningar yfir...loksins er komið að því að flytja frá heimili okkar til tuttugu ára. Blendnar tilfinningar sem fylgja því en verkefnið framundan er spennandi. Nýja húsið okkar lætur lítið fara fyrir sér og vantar hellings ást og umhyggju. Aðalhæðin hefur nú svo sem fengið umhyggju og flest þar er nýlegt; eldhúsið, ofnarnir, hurðar, rofar og baðherbergi en kjallaranum þarf að sinna. Þar er fyrirhugað að hafa herbergi sonarins,  sjónvarpshorn, þvottahús og lítið baðherbergi. Stærri plönin eru svo að byggja hæð ofan á húsið og fylgja þær teikningar með, teiknaðar af Sigvalda Þórðarsyni, en viðbygging gamla hússins er líka teiknuð af honum. Þar uppi munu sem sagt koma svefnherbergi fjölskyldunnar og gera okkur kleift að stækka stofuna á aðalhæðinni. Nóg að gera!****
Some photos from my new home which we are about to move into. There is much that needs to be done but the main floor is in good shape so we can move in and start working. The future plans are to build a second floor and the building plans come with the house. But the first step is to move in and empty the old house. Busy days!

Good weekend :)
S


1 comment:

  1. Spennandi :) hlakka til að fylgjast með þessum framkvæmdum :)
    Kv. Halla

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...