30.3.15

Ljúf byrjun | Sweet beginning

Páskafríið byrjaði á ljúfum nótum; sumarbústaðaferð með fjölskyldunni og þá dugði nú ekkert annað en tveir bústaðir! Þó snjónum hafi kyngt niður um helgina og árstíðin minnt meira á jólin en páskana nutum við útiveru í yndislegu veðri...ásamt inniveru með páskabingói, spilastundum og góðum mat. Á heimleiðinni renndum við við í kaffihúsinu Hendur í höfn í Þorlákshöfn....mæli með heimsókn þangað! Virkilega fallegt kaffihús og veitingarnar dásamlegar.


















****
Our Easter vacation started in a lovely way this Friday. We went with the whole family to a cottage where we had great time in the snow; took walks, built snowmen, played boardgames and Easter bingo...and ate some good food. On our way back home we stopped at a beautiful cafe, Hendur í höfn, in a little town called Þorlákshöfn, Beautifully decorated and the cakes were delicious :)

Njótið dagsins!
m

25.3.15

Kíkt í kaffi | Visit

Steinféll fyrir stílnum í þessari fallegu íbúð og bara varð að deila með ykkur. Get svo sem ekki sagt að ég myndi vilja búa í íbúðinni, til þess er hún aðeins of lítil. En stíllinn er töff og ég væri alveg til í að stel´onum ;)

Fleiri myndir hér.













****
A virtual visit to this lovely apartment. It is a bit too small for me and mine but I love the style...wouldn´t mind stealing it ;) 

More photos here.

Enjoy your day, the weekend...and Easter break for some...fast approaching!
m

24.3.15

Fiðrildi / Butterfly

Þessi fallegi stóll hefur verið að leita á mig undanfarið og er nú opinberlega kominn á "langar-í" listann. Veit svo sem ekkert hvar hann ætti að vera í stofunni minni en það er seinnitíma vandamál. Stólinn var hannaður árið 1938 og er ýmist kallaður Butterfly chair eða BKF, eftir hönnuðunum sem hönnuðu hann; Antonio Bonet, Juan Kurchan og Jorge Ferrari Hardoy.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
****
A new item on the "gast-to-have-it" list; the beautiul Butterfly chair designed in 1938 by Antonio Bonet, Juan Kurchan and Jorge Ferrari Hardoy. I don´t exactly have the space for it in my livingroom at the moment...but where there is a will there´s a way...right ;)

Enjoy your day!
m

22.3.15

Vor í lofti | Spring is in the air

Það er ótrúlegt hvað það hefur áhrif á lundina þegar vorið fer að láta kræla á sér. Hér er búið að þrífa glugga að utan og heimurinn fyrir utan varð allur skýrari...að vísu bara búið að þrífa einn glugga...en það er byrjun ;) Heimilið læðist smám saman í páska/vorbúning með litum og léttleika.





****
Finally we can feel a bit of spring in the air and with that comes the longing of giving the home a spring cleaning. A window..just one ;) ... has been cleaned and we can see our lovely view clearly now.

Enjoy your day
m

7.3.15

Laugardagsheimsóknin | Saturday visit

Við höldum áfram á heimilis og húsa nótunum, hugurinn er svolítið í þeim pakka þessa dagana.

Þetta fallega og bjarta heimili er í Amsterdam. Litatónarnir eru mildir og hlýir og eldhúsborðið er greinilega þar sem hjarta heimilisins slær. Hefði ekkert á móti því að hafa svona rými á mínu heimili.

Smelltu hér ef þig langar til að sjá fleiri myndir og fræðast um eigendurna.












****

Our heads are a bit stick in interior and home-ish thoughts since one is about to move into a new home and the other (me) is planning on having an opinion in the decorating process ;) This lovely home is in Amsterdam. The colors and warmth of this home is so inviting and the kitchen table and area around that is to die for, wouldn´t mind have a space like that in my home :)

Click here if you want to see more photos and find out more about this lovely home.

Sunny Saturday on my side...at least for the time being...
Enjoy your da!
m

6.3.15

Nýja heimilið | The new home

Það hefur nú verið rólegt hér á blogginu enda standa flutningar yfir...loksins er komið að því að flytja frá heimili okkar til tuttugu ára. Blendnar tilfinningar sem fylgja því en verkefnið framundan er spennandi. Nýja húsið okkar lætur lítið fara fyrir sér og vantar hellings ást og umhyggju. Aðalhæðin hefur nú svo sem fengið umhyggju og flest þar er nýlegt; eldhúsið, ofnarnir, hurðar, rofar og baðherbergi en kjallaranum þarf að sinna. Þar er fyrirhugað að hafa herbergi sonarins,  sjónvarpshorn, þvottahús og lítið baðherbergi. Stærri plönin eru svo að byggja hæð ofan á húsið og fylgja þær teikningar með, teiknaðar af Sigvalda Þórðarsyni, en viðbygging gamla hússins er líka teiknuð af honum. Þar uppi munu sem sagt koma svefnherbergi fjölskyldunnar og gera okkur kleift að stækka stofuna á aðalhæðinni. Nóg að gera!



















****
Some photos from my new home which we are about to move into. There is much that needs to be done but the main floor is in good shape so we can move in and start working. The future plans are to build a second floor and the building plans come with the house. But the first step is to move in and empty the old house. Busy days!

Good weekend :)
S


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...