29.1.15

Hans Wegner

Nú þegar ég sé fram á að vera að eignast stærra heimili, læt ég mig dreyma um að eignast loksins húsgagn eða húsgögn (ef ég er súper jákvæð) eftir uppáhalds húsgagnahönnuðinn minn, sem er Hans Wegner. Ég varð alveg ástfangin af hönnunni hans þegar ég var við nám í Danmörku, þá tók ég einn kúrs um danska húsgagnahönnun og heimsóttum við einnig listasafn í Kolding, þar sem ég sá með eigin augum nokkur af hans falleustu húsgögnum. Ég hreifst af fallegum línum, efniviðnum sem hann notaði og bara eiginlega öllu við húsgögnin hans.

Ég sé ennþá alveg ferlega mikið eftir því að hafa ekki fjárfest í húsgögnum eftir hann á meðan ég var í Danmörku, þar sem verð og úrval þar er mikið betra en hér á landi. Uppáhaldið mitt meðal húsgagna hans er Y-stólinn og mitt markmið er að eignast á þessu ári allavega einn slíkan stól, svo nú er bara  að sjá hvort það tekst :)

*********
Now that I am finally moving into a bigger house I can see my dream, of owning a piece of furniture by my favorite designer, hopefully coming true. I fell for Hans Wegner´s design while living in Denmark and still regret not buying a few pieces while living there...the price and choice of furniture is by far better than here. His Y-chair is an absolut favorit of mine and now I am making it my goal to obtain one of these chairs by the end of this year..we´ll see how it goes ;)

(source)
(source)
(source)


Enjoy your day
S

28.1.15

Kit Kat mjólkurhristingur | Kit Kat milkshake

Þetta góðgæti er alveg tilvalið fyrir þá sem eru í "ekki-svo-sykurlaus" janúar átaki ;) Einhversstaðar höfðum við rekist á þessa hugmynd og ákváðum að bjóða upp á þetta í eftirrétt á sunnudagskvöldið. Framkvæmdin er nú ekki flókin og svo sem hægt að útfæra á marga vegu en svona gerðum við...

- tókum ísinn (vanillu) út og létum mýkjast aðeins
- notuðum Melissa blandara þar sem hnífurinn er skrúfaður á glasið og glasinu er hvolft yfir í maskínuna...vona að þetta skili sér en skammturinn er s.s. fyrir einn)
- í hvern skammt fór ca. 2 bollar af ís, dass af mjólk, ca. 1-2 tsk af vanilludropum, 1/2 kit kat súkkulaði sem búið var að saxa aðeins niður
- allt saman mixað vel og bætt við ís eða mjólk eftir þörfum og smekk
- hrærður rjómi settur ofan á og súkkulaði íssósu sprautað yfir...kit kat stöng til skrauts
- drukkið með góðri lyst og samviskubitslaust ;)





{Þumallinn upp frá þessum....og gott ef Bubbi er ekki ánægður með þetta líka ;)}


26.1.15

Leitin að drauma heimilinu / Hunting for my dream home



Ég hef lítð annað gert síðustu daga en að liggja yfir fasteignaauglýsingum í von um að finna drauma húseignina. Í leiðinni læt ég hugann reika í dagdraumum um hvernig ég væri til í að hafa hlutina í nýja húsinu. Hérna koma nokkrar fallegar myndir af heimilum sem ég væri alveg til í að gera að mínu.

*****************

It feels like I have´nt done much last weeks other than looking for a new house, I´m still hoping that I will find my house in the neighbourhood that I live now. I have also done lots of day dreaming, about how I would like my new home to be and here are some pictures that inspire me.

(source)
(source)
(source)
(source)
(source)
(source)
(source)
(source)

(source)


Enjoy your day
S

25.1.15

Helgi | Weekend

Helgin er búin að vera ansi ljúf, eins og þær eiga að vera. Það hefur verið ansi erfitt að rífa sig af stað á morgnanna og það á við um okkur öll fjögur. Gleðin er því mikil þegar föstudagurinn rennur loks upp. Við höfum því notið helgarfrísins...dass af leti, bíó, spil, afmæli og fótboltamót...allt í hæfilegum skömmtum. Svo má nú ekki gleyma því að bóndadagurinn var á föstudaginn og frúin dekraði við kallana sína, alla þrjá. Að vísu fengu þeir ekki morgunmat í rúmið en þeirra beið vöfflukaffi þegar þeir komu heim á föstudaginn...jú og svo fékk húsbóndinn öskju af Haagen Dasz ís, sem er alveg uppáhalds.

****

We have been enjoying the weekend to the fullest after a long working week. I dont know if its still the aftermath of the Christmas vacation or just the darkness in the morning but we have been finding it so hard to get out of bed to go to work and school. So this weekend was more than welcome and it has had its fair share of lazyness along with some activities; birthday party, movie, boardgames and a football match for the older son. And now we still have some hours left of the weekend break and we intend to enjoy them.






Eigið ljúfan dag
m

22.1.15

Bóndadagur

Bóndadagur á morgun og tilvalið að gleðja kallinn með morgunmat í rúmið...og dúlla sér svolítið við að gera þetta fallegt :) Og ef tími vinnst ekki til að dekra við kallinn áður en haldið er í vinnunna má líka útbúa lítið gjafakort/inneignarmiða þar sem honum er boðið upp á morgunmat í rúmið um helgina.

{source}
{source}
{source}
{source}

{source}


Og svo erum við auðvitað allar svona ferskar í fyrramálið ;)

{source}
Góða nótt!
mAs

19.1.15

Heimsókn | Visit

Ansi blautur mánudagur og ég heima með veikan stubb. Og þar sem maður kemst lítið í heimsókn þegar stubbar eru veikir er fínt að geta farið í heimsóknir með öðrum hætti...

Þessi fallega íbúð er í Stokkhólmi og heillar mig alveg upp úr skónum; svart-hvíti stemmarinn sem rennur í gegn en samt dass af litum og við/tré sem gerir íbúðina hlýlega. Svei mér þá ef ég gæti ekki bara hugsað mér að flytja beint inn...verst að drengirnir verða þá að sofa upp í hjá okkur hjónunum þar sem það er bara eitt svefnherbergi ;)

****

A virtual visit to Stockholm and this stylish apartment. It´s cold and wet outside and I am staying at home with a sick little dude so this is the only visit I can make today...but that´s fine :) I love this apartment for its cool interiors, the black and white theme that runs through but because of the pops of colours and wood it becomes warm and inviting. Wouldn´t mind moving there today, to bad it only has one bedroom so the boys would have to share it with us...but then again they seem to sleep more or less in our bed any ways ;)










Eigið góðan dag
m

16.1.15

Autt pláss | Empty space

Nú þegar stóra dásamlega veggteppið sem mamma saumaði er farið ofan í geymslu með jóladótinu er veggurinn fyrir ofan sófann afar tómlegur. Við erum búin að búa hérna síðan 2008 og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvað á að fara á þennan vegg...í laumi dreymir mig um risastórt málverk en það kostar víst skildinginn. Og á hverju ári, í janúar, hugsa ég með mér (þegar teppið fer niður) að nú verði ég að fara að setja eitthvað á blessaðan vegginn....þannig að nú þarf bara að ákveða; myndaveggur með mörgum myndum, mjóar hillur fyrir myndir og annað dúllerí eða eitt stórt málverk...

****

It happens every year at this time...the wall above the couch screams it emptiness at me when the big and wonderful christmas quilt has been taken down. We have been in this apartment since 2008 and have yet to decide on what to put on the wall above the couch. So now its crunch time and a decision must be made...


{source}
{source}
{source}

{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Gleðilegan föstudag!
m

14.1.15

Rocky Road

Þetta gómsæti var búið að vera lengi á "prufa-þetta" listanum mínum. Um jólin lét ég loks verða af því og meira að segja tvisvar. Mér sýndist þetta renna ljúflega ofan í mannskapinn sem þáði og mér fannst þetta ansi gott og ekki verra að framkvæmdin er einföld. Ekki vitlaust að eiga svona heimatilbúna nammibita í frysti eða að skutla í svona þegar manni vantar einfaldan og fljótlegan efttirrétt.

Það sem þú þarft:
200 gr. dökkt súkkulaði (70%)
200 gr. rjómasúkkulaði
35 gr. sykurpúða
50 gr. salthnetur
25 gr. pistasíuhnetur
5 mjúkar rjómakaramellur
5 harðar rjómakaramellur (t.d. Werther´s original)
Klípu af salti

Það sem þú gerir: 
Settu bökunarpappír í ferkantað mót (20x20cm).
Brytjaðu súkkulaðið niður, bræddu það í vatnsbaði og leyfðu því svo að kólna aðeins.
Saxaðu hneturnar og karamellurnar niður og blandaðu við súkkulaðið ásamt sykurpúðunum. Geymdu samt smá til að sáldra ofan á.
Helltu blöndunni í mótið og dreifðu úr.
Sáldraðu restinni af hnetunum og sykurpúðunum ofan á.
Skvettu smá grófu salti yfir súkkulaðið og leyfðu þessu að harðna (gott að setja inn í ísskáp í smástund).
Skerðu niður í smáa bita og njóttu :)






****
This tasty recipe has been on my list for a while now and now its finally been tried and received the thumbs up. It´s quite easy to make - no baking! - and good to have in the freezer or to make when you need a quick dessert.

This is what you need: 
200 gr. chopped dark chocolate (70%)
200 gr. chopped milk chocolate
35 gr. marshmallows
50 gr. salted peanuts
5 soft toffees, chopped
5 hard Cream toffees (Werther´s originals), chopped
Pinch of salt

This is what you do:
Line a square baking pan (20x20cm) with baking paper.
Melt the chocolate and let cool slightly.
Add most of the marshmallows, peanuts, pistachios and the caramels to the chocolate, but save some of it to sprinkle on top.
Leave to set in the fridge, then cut to small bites and enjoy!

o&o
m

13.1.15

Looking for a new home

Það er orðið löngu tímabært fyrir mig að stækka við mig en við erum ennþá í okkar fyrstu íbúð sem við hjónin keyptum 1993. Hún var þá 58 fermetrar, síðan hafa bæst 3 börn við og íbúðin stækkað í 118 fermetra, með viðbyggingu og kaupum á sameign. Nú er samt svo komið að við getum ekki stækkað íbúðina frekar en það vantar sárlega herbergi handa yngsta barninu. Svo nú erum við búin að selja íbúðina og erum á fullu að leita að stærri eign, helst í Laugardalnum. Þannig að uppáhalds iðja mín þessa dagana er að skoða fasteignaauglýsingar.  Þetta verður þá nokkurs konar þema verkefni hjá mér á þessu ári; finna íbúð og að gera hana að drauma heimilinu.  Hérna eru nokkrar myndir frá núverandi heimilinu.

****
I am on the hunt for a new home. We sold our apartment this fall and are now desperately seeking a new one, preferably in the same area we live in now. It is with a mixed set of emotion that we say goodbye to the old home, it´s the one we bought before we had any kids and then it grew with us and has doubled in size (we added an extra livingroom some years ago). So now my spare time is used to scout the real estate advertisments...hoping that we find a new home before we have to deliver the old one to the new owners *fingers crossed* :)












Eigið góðan dag
Knús
S
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...