27.12.15

Piparkökur

Gleðilega hátíð!

Það eru kannski ekki margir að fara að skutla í piparkökur svona á miðri jólahátíð en hver veit...það er þá allavega hægt að geyma hana þar til næst.

Þessi piparkökuuppskrift er frekar mikið uppáhalds og kemur úr fjölskyldu mannsins míns...og hann sér um að baka þær og skreyta. Það sem gerir þær svo góðar er að þær eru ekki eins harðar undir tönn eins og margar piparkökur og svo er þeytti glassúrinn algerlega ómissandi. Ég viðurkenni það fúslega að þegar við byrjuðum að búa saman var ég svoldið hissa; enginn marglitað matarlits glassúr! En ég lét undan og sé ekki eftir því, enda eru þessar afar sparilegar og flottar.

Fyrir þessi jól þurfti að baka annan umgang þar sem hin fyrri hvarf eins og dögg fyrir sólu.







Haldið áfram að hafa það huggulegt, það ætlum við að gera...enda nóg til af piparkökum ;)
m



14.12.15

Jólatré og jólaföndur

Við gerðum nú aldeilis margt skemmtilegt gert um helgina og það sem kannski helst stendur upp úr er ferðin að sækja jólatéið okkar. Við fórum með systkinum mínum og fjölskyldum þeirra að Fossá í Hvalfirði. Þetta er annað árið sem við förum þangað að sækja okkur tré enda yndislega fallegt og friðsælt þarna, svo er ég líka mjög hlynnt því að nota tækifærið og styðja við skógrækt landsins með því að fara á svæði þar sem peningarnir renna í skógrækt.

Þegar við höfðum valið okkur rétta tréið var gott að fá heitt súkkulaði í kroppinn og piparkökur.

Eftir að heim var komið var tilvalið að skella sér í smá jólaföndur uppúr dagatalinu okkar Beðið eftir jólunum. Í gær átti að gera kramarhús og kókoskúlur og tókst það bæði einstaklega vel.











Vonandi eigið þið góðan dag.
Knús
S

7.12.15

Beðið eftir jólunum

Við mæðgur vitum fátt skemmtilegra en að föndra og dúlla okkur saman og því var jóladagatalið frá Skeggja kærkomið á mitt heimili. Hérna koma nokkrar myndir frá jólaföndrinu okkar.


Fórum í heimsókn til Hauks frænda og föndruðum aðeins með honum.

Skemmtileg stund með stóru systir




Njótið aðventunnar
Knús og kram
S

22.11.15

Jóladagatal Skeggja

Litla dúllerís fyrirtækið okkar, Skeggi, er búin að liggja í eilitlum dvala undanfarið en kemur núna aftur sterkur inn. Við fengum til liðs við okkur Steinunni Gunnarsdóttir sem er frænka okkar og afrakstur samvinnunnar er jóladagatal, þar sem m.a. er föndrað, bakað og þrautir leystar. Við vorum búnar að ganga með þessa hugmynd í maganum en eins og oft vill verða koma Herra Framkvæmdafælir og Herra Verkkvíði stundum til sögunnar og letja til verks. En þegar ermarnar voru loks uppbrettar varð ekki aftur snúið fóru hlutirnir að gerast og hér er það komið. Við erum afar stoltar af þessu afsprengi og vonum að það eigi eftir að verða hluti af jólastemmningunni í desember hjá mörgum fjölskyldum.


Hér koma nokkur sýnishorn:







Dagatalið er á leið í verslanir eftir helgi og munum við auglýsa þá sölustaði. En þangað til má festa kaup á því á facebook síðu Skeggja og einnig er það að detta inn á vefverslunina okkar.

Eigið ljúfan sunnudag!
mAs



30.10.15

Búðarráp í Toulouse | Shopping in Toulouse

Við fjölskyldan erum nýkomin heim úr yndislegu vetrarfríi í Suður-Frakklandi. Við dvöldum í litum bæ rétt fyrir utan Toulouse og fórum nokkrum sinnum inn í þá skemmtilegu borg. Toulouse er fjórða stærsta borg Frakklands og þykir hafa allt sem stórborg hefur upp á að bjóða...án sama erils og er í París.

Að sjálfsögðu kíkti frúin í búðir en fyrir hin hefðbundnu tuskufatamerki mátti finna fullt af litlum dásamlegum búðum...búðum sem ég hefði viljað tæma og panta gám undir góssið.

Leyfi hér "nokkrum" myndum að fljóta með....
























***
Just got back from a wonderful vacation in South-France. We stayed in a little village near Toulouse and of course we explored that wonderful city. Toulouse is the fourth largest city in France and has everything a big city should have to offer.

I did a little shopping while there and stumbled upon numerous wonderful little shops which could easily have emptied my walled and filled my suitcases.

Njótið dagsins!


29.10.15

Fimmtudagur | Thursday

Fimmtudagur og leiðindaveður framundan. Þá er um að gera að láta sig hlakka til kvöldsins og helgarinnar sem nálgast óðfluga.

Þetta er eilítið uppáhalds þessa dagana; sveppamyndin eftir Söru Riel, Primadonna ostur...í hófi auðvitað ;) og nýja uppskriftabókin þar sem þemað er kanill. Það er bara ekki hægt að standast freistingar sem fela kanil í sér.




****
Thursday is here and the weekend fast approaching. Its rainy and windy outside, a proper icelandic autumn weather and the best place to be is on the couch...under a blanket.

These are few of my favorits these days; mushroom print by Sara Riel, cheese and crackers and a new recipe book where Cinnamon is in the spotligth. You just can´t go wrong with Cinnamon.

Njótið dagsins!
m

8.10.15

Október

Október mætti á svæðið fyrir nokkrum dögum. Stundum gleymir maður fegurð haustsins á meðan maður veltir sér upp úr því að sumarið sé búið.




{Anna frá Grænuhlíð e. L.M.Montgomery}


Haustið býður líka upp á skemmtilega möguleika til útiveru. Skellið ykkur í göngtúr til að skoða haustlitina, vopnuð myndavél og jafnvel heitu kakói. Einnig vekur það alltaf lukku að skella sér í stígvélin og hoppa í pollum...foreldrarnir líka. Höfum svo orð Önnu í Grænuhlíð í huga og förum bjartsýn inn í haustið :)

Njótið dagsins
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...