Það eru kannski ekki margir að fara að skutla í piparkökur svona á miðri jólahátíð en hver veit...það er þá allavega hægt að geyma hana þar til næst.
Þessi piparkökuuppskrift er frekar mikið uppáhalds og kemur úr fjölskyldu mannsins míns...og hann sér um að baka þær og skreyta. Það sem gerir þær svo góðar er að þær eru ekki eins harðar undir tönn eins og margar piparkökur og svo er þeytti glassúrinn algerlega ómissandi. Ég viðurkenni það fúslega að þegar við byrjuðum að búa saman var ég svoldið hissa; enginn marglitað matarlits glassúr! En ég lét undan og sé ekki eftir því, enda eru þessar afar sparilegar og flottar.
Fyrir þessi jól þurfti að baka annan umgang þar sem hin fyrri hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Haldið áfram að hafa það huggulegt, það ætlum við að gera...enda nóg til af piparkökum ;)
m