14.12.15

Jólatré og jólaföndur

Við gerðum nú aldeilis margt skemmtilegt gert um helgina og það sem kannski helst stendur upp úr er ferðin að sækja jólatéið okkar. Við fórum með systkinum mínum og fjölskyldum þeirra að Fossá í Hvalfirði. Þetta er annað árið sem við förum þangað að sækja okkur tré enda yndislega fallegt og friðsælt þarna, svo er ég líka mjög hlynnt því að nota tækifærið og styðja við skógrækt landsins með því að fara á svæði þar sem peningarnir renna í skógrækt.

Þegar við höfðum valið okkur rétta tréið var gott að fá heitt súkkulaði í kroppinn og piparkökur.

Eftir að heim var komið var tilvalið að skella sér í smá jólaföndur uppúr dagatalinu okkar Beðið eftir jólunum. Í gær átti að gera kramarhús og kókoskúlur og tókst það bæði einstaklega vel.











Vonandi eigið þið góðan dag.
Knús
S

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...