Park Guell |
Gaudí var katalónskur arkitekt og var uppi á árunum 1852-1926. Hans helstu einkenni eru súrelískar byggingar, snúið járn, mósaík og lífræn form innblásin af sjónum.
Park Guell |
Þau verk Gaudí sem ég náði að skoða í; Sagrada Familia kirkjan sem enn er ekki tilbúin en nær samt að hafa mikil áhrif á hvern þann sem hana sér, Parc Guell garðurinn sem býður upp á frábært útsýni yfir borgina og er alveg dásamlegt að heimsækja, Casa Battlo húsið sem hannað var fyrir Battlo fjölskylduna...mjög gaman að sjá það utan frá og án efa gaman að skoða það að innan (náði nú því miður ekki að gera það í þessari ferð).
Ætla nú svo sem ekkert að hafa þetta einhvern fyrirlestur en mæli með því að þeir sem hyggja á ferð til Barcelona kynni sér verk þessa snillings.
****
Spanish theme this week since my mind is still in the mediterrian heat in Spain. Was very inspired by Antoni Gaudí in Barcelona and was so fortunate to see some of his work; Sagrada Familia, Park Guell and Casa Battlo.
Eigið ljúfan þriðjudag | Have a nice Tuesday
M
No comments:
Post a Comment