29.8.12

Haustar að... | Fall is near

Nú er haustið farið að læðast að og þó það að ég sé fyrst og fremst sumarmanneskja má finna vissa gleði í haustinu. Það er hægt að kveikja á kertum og hafa kósí...hitta vini og borða góðan mat...bara kósí :)

****

Fall is getting closer everyday and although I am a summerperson one can see certain joy in the fall. After the endless day here in the northern hemisphere you can start lighting candles and snuggle on the couch...get together with good friends and enjoy a great meal...lovely :)

{lets enjoy the darkness}
{chunky sweater from Monki}
{autumn leaves}
Eigið góðan miðvikudag | Have a nice Wednesday
M

20.8.12

Reykjavík þú vekur mig...

Fínindis helgi að baki - mikið rápað í bænum á laugardaginn enda elska ég Menningarnótt...finnst þetta frábært fyrirbæri og verð ægilega stolt af litlu Reykjavík á þessum degi.

Vinnuvikan hófst á góðum nótum, að vísu brjálað að gera en það getur nú bara verið gaman...

Læt fljóta með nokkrar myndir frá laugardeginum ásamt lagi með hljómsveitinni Sykur, "Reykjavík þú vekur mig".

****

The weekend was nice. Spent Saturday wandering around downtown and enjoying all that was happening on Reykjavík´s culture night (a yearly event). I love this event and become very proud of my little city on this day.

My week started of on good notes, busy but good nontheless....

The photos are from the culture night and the song is rather appropriate for this post: "Reykjavík þú vekur mig" (Reykjavík you wake me up) by an Icelandic group called Sykur.






{M}

18.8.12

Ég {hjarta} föstudaga | I {heart} Fridays

Fyrsta vinnuvikan búin eftir gott sumarfrí...og það minnir mig á hversu yndislegir föstudagar eru. Hér á bæ var haldið upp á föstudaginn með matarboði. Ekki voru réttirnir nú spænskir en þeir voru bornir fram í leirpottum sem við drusluðumst með heim í handfarangri...og jú einnig voru bakaðar Magdalenur sem eru spænskar bollakökur. Þar með lýkur hinu spænska þema ;)

****

First workweek over after a long summer vacation...which reminds me of how much I love Fridays. We celebrated Friday by having guests over for dinner. Although we didn´t make any Spanish dishes we served the food in the Spanish cookware we carried with us from Barcelona...and yes, we had Magdalenas (Spanish cupcakes) for desert. And with that we conclude the Spanish theme ;)




o&o
M

16.8.12

Spánska þemað heldur áfram... | Spanish theme continues....


Hef mikinn áhuga á hvers kyns myndskreytingum (illustrations) og gæti vel hugsað mér að læra þessa kúnst...hér koma nokkrir flottir spánskir myndskreytar...

****
Am very interested in illustrations and would be very interested in learning this trade....here are some cool spanish illustrators...

Fernando Togni:

{via}

Luciano Lozano:

{via}

Silja Goetz:

{via}

Sergio Membrillas:

{via}

Helgin nálgast! Njótið kvöldsins... | Weekend getting closer! Enjoy your evening...
M

14.8.12

Antoni Gaudí

Þar sem hugurinn er enn í miðjarðarhafshitanum á Spáni ætla ég að hafa spánskt þema þessa vikuna. Þeir sem hafa komið til Barcelona komast ekki hjá því að taka eftir verkum Antoni Gaudí, hann hefur svo sannarlega sett sitt mark á þessa skemmtilegu borg og flest af hans verkum eru á skrá hjá UNESCO.

Park Guell

Gaudí var katalónskur arkitekt og var uppi á árunum 1852-1926. Hans helstu einkenni eru súrelískar byggingar, snúið járn, mósaík og lífræn form innblásin af sjónum.

Park Guell

Þau verk Gaudí sem ég náði að skoða í; Sagrada Familia kirkjan sem enn er ekki tilbúin en nær samt að hafa mikil áhrif á hvern þann sem hana sér, Parc Guell garðurinn sem býður upp á frábært útsýni yfir borgina og er alveg dásamlegt að heimsækja, Casa Battlo húsið sem hannað var fyrir Battlo fjölskylduna...mjög gaman að sjá það utan frá og án efa gaman að skoða það að innan (náði nú því miður ekki að gera það í þessari ferð).



 Ætla nú svo sem ekkert að hafa þetta einhvern fyrirlestur en mæli með því að þeir sem hyggja á ferð til Barcelona kynni sér verk þessa snillings.

****
Spanish theme this week since my mind is still in the mediterrian heat in Spain. Was very inspired by Antoni Gaudí in Barcelona and was so fortunate to see some of his work; Sagrada Familia, Park Guell and Casa Battlo.



Eigið ljúfan þriðjudag | Have a nice Tuesday
M




13.8.12

Bella España!

Komin til baka úr frábæru ferðalagi til Spánar, smá sjokk að koma úr sól og 30 gráðum í 13 gráður, rigningu og rok...en þetta venst ;) Leyfi hér að fljóta með nokkrum myndum frá Spáni...

****

Back from a great trip to Spain, coming from sunny 30°C to 13°C rain and wind was a bit of a shock...but we have to get used to that ;) Sharing with you some photos from beautiful Spain...


o&o
M
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...