This post will be in icelandic since we are giving away an icelandic cookbook. If any of you who don´t read icelandic want to participate please do so. Just drop us a line if you are interested :)
*****
Þá er komið að næsta give-away og í þetta sinn vorum heppnar að fá eitt stykki af
Heilsuréttir Fjölskyldunnar frá henni Berglindi Sigmarsdóttur. Bókin er frábær, stútfullt af spennandi réttum og myndirnar af matnum eru ofboðslega fallegar. Eitt það besta við bókina er samt það að réttirnir eru hollir og henta vel fyrir þá sem hafa t.d. mjólkurofnæmi, glútenóþol o.s.frv. Þessi bók hefur fengið frábærar viðtökur og er nýkomin aftur í verslanir eftir að hafa selst upp.
Það sem þú þarft að gera til að taka þátt er eitt eða fleiri af eftirtöldu:
- Skrifa athugasemd (comment) fyrir neðan þennan póst. Þetta er mikilvægasta atriðið þar sem þarna kemur fram nafnið þitt, netfang og athugasemdin þín er númeruð...og það er lukkunúmerið þitt. Þar verðurðu líka að taka fram hversu mörg stig þú setur í pottinn.
- Gerast fylgjandi síðunnar...þú finnur það hér til hliðar í stikunni (Follwers/join this site).
- Deildu síðunni á Facebook.
- Líkaðu við síðuna á Facebook (mundu að taka fram ef þú ert þegar orðinn "liker").
Mest geturðu sem sagt fengið 4 stig og þá fer nafnið þitt 4 sinnum í pottinn. Mundu bara að taka allt fram í commentinu þínu og þú getur skoðað dæmi um þátttöku í commentum hér fyrir neðan.
Leiknum lýkur þann 17. júní...flottur dagur til að vinna flotta bók :)
Njótið kvöldsins!
mAs
Myndir fengnar frá
Heilsuréttir fjölskyldunnar