15.1.12

Á ugluslóðum...

Það er bara eitthvað við uglur...þær eru svo krúttlegar og endalaust hægt að finna flotta hluti þar sem ugla veldur innblæstrinum. Ég er að verða búin að stútfylla hjá mér tölvuna með myndum af uglu-hinu og uglu-þessu...Hef líka búið til hitt og þetta uglutengt og þá aðallega óróa, bæði úr pappír og perlum. Ég ætla að deila með ykkur einni hugmynd að ugluóróa sem við eldri sonurinn dunduðum eitt sinn við.

Uglur í öllum regnbogans litum

Uglurnar eru búnar til á ferkantað perlubretti í þeim litum sem hugurinn girnist. Við reyndum bara að hafa þær sem skrautlegastar og hengdum þær svo upp á víróróa með klemmum (veit ekki alveg hvað það kallast) sem til var í húsinu...kom bara vel út og við mæðginin áttum notalega stund saman :)


Búið að festa nokkrar upp

Hugmyndin af þessum uglum fann ég á blogginu Lullaby og la la. Mæli með þið kíkið á færsluna hennar um þessar uglur en þar sést ágætlega hversu margar perlurnar eiga að vera...fyrir þá sem eru haldnir álíka ugluæði og ég ;)


Næst á dagskrá er þessi hér dásamlegi órói sem er búin að bíða þolinmóður í myndamöppunni minni lengi...virkar einfaldur og það eina sem þarf er þykkur pappír, exacto hnífur (föndurhnífur þar sem hnífsoddurinn er snúanlegur), tvinni og límband...getur ekki klikkað ;)

mynd: Made-by-Joel

Ekki eftir neinu að bíða!
o&o
M

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...