20.1.12

Flösku-pils!

Hið ástsæla skáld Skota, Robbie Burns, stundum kallaður "Scotland´s favorite son", var fæddur þann 25. janúar 1759. Á þessum degi eru haldnir svokallaðir Burns supper út um öll lönd, m.a. af brotfluttum Skotum eða fólki sem hefur átt heima í Skotlandi. Við hjónin höfum nú ekki, þrátt fyrir að hafa búið í hinni Edinborg um skeið, gerst svo myndug að skella okkur á Burns supper en ein slík hátíð verður haldin um þar næstu helgi hér á landi. Til þess að halda aðeins upp á Skotann í okkur ætlum við að setja eins og eina flösku í sparibúninginn...til heiðurs Robbie Burns ;)


Mín flaska komin í hátíðarbúning ;)


Happy thought býður upp á þessi skemmtilegu flösku kilt fyrir þá sem vilja gera flöskuna sína sparilega. Flaskan getur jafnt verið vínflaska sem gosflaska. Og tilefnið þarf nú ekki að vera Burns supper, gæti líka verið flott að skella svona pilsi á flösku sem á að gefa. Eina sem þarf að gera er að skrá nafnið sitt og netfang inn og fá um hæl sendan link til þess að hlaða herlegheitunum niður....og svo bara prenta.

---http://www.printablepaperproducts.com/printable-crafts/bottle-kilt-tartan-wine-whisky


Spurning um að skála svo með þessari skosku kveðju:

Here's tae them that like us -
Them that think us swell -
And here's tae them that hate us -
Let's pray for them as well! 

o&o
M

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...