6.1.12

Af listum...

Á þessum tíma árs eru örugglega margir önnum kafnir við að búa til lista...t.d. yfir hluti sem á að gera á árinu, það sem væri gaman að prufa að gera á árinu, "það-sem-þarf-að-gera-á-heimilinu" lista, og jafnvel bara innkaupalista. Það er svo sem allt gott og blessað ef maður man svo eftir að kíkja á listann og ná að strika eitthvað út af honum. Ég sá ágætis stelpu-ræmu um daginn þar sem aðalleikkonan var alltaf að gera lista en framkvæmdi svo minnst af því sem þar stóð vegna anna...á endanum komst það svo á listann að hætta að gera lista ;)

Við erum báðar, M&S, miklar lista-konur en oftast eru þessir listar skrifaðir aftan á gluggaumslög og það bréfsnifsi sem hendi er næst. Ég varð því himinlifandi þegar ég rambaði á síðuna A pair of pears þar sem hægt er að niðurhlaða (eitt af markmiðum ársins: minnka enskuslettur ;) lista fyrir vikuna...nokkurs konar "to-do" listi...

mynd: A pair of pears
Svo nú er ég búin að prenta einn slíkan út og farin að reyna að koma því sem þyrlast annars um kollinn niður á blað...


Og fyrst maður er á annað borð að tala um skipulag mætti taka Fru Fly sér til fyrirmyndar nú þegar jólin eru að syngja sitt síðasta en hún deilir því með okkur hvernig hún er búin að ganga frá jólaskrautinu...flokka eftir lit, merkja kassa í númeraröð eftir því hvaða skraut á að taka fram fyrst fyrir næstu jól. Ætla ekki einu sinni að þykjast ætla að reyna það en kannski er einhver álíka skipulagður þarna úti ;)

Burt með jólin! mynd: Fru Fly

Eigið góðan þrettánda og góða helgi!
o&o
M

1 comment:

  1. Ég er alveg samál, er alveg lista óð en er alltaf að skrifa á litla miða sem ég er svo að finna út um allt hús. Svo núna er markmið að skrifa minna og gera meira:-).
    knúa S

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...