13.1.15

Looking for a new home

Það er orðið löngu tímabært fyrir mig að stækka við mig en við erum ennþá í okkar fyrstu íbúð sem við hjónin keyptum 1993. Hún var þá 58 fermetrar, síðan hafa bæst 3 börn við og íbúðin stækkað í 118 fermetra, með viðbyggingu og kaupum á sameign. Nú er samt svo komið að við getum ekki stækkað íbúðina frekar en það vantar sárlega herbergi handa yngsta barninu. Svo nú erum við búin að selja íbúðina og erum á fullu að leita að stærri eign, helst í Laugardalnum. Þannig að uppáhalds iðja mín þessa dagana er að skoða fasteignaauglýsingar.  Þetta verður þá nokkurs konar þema verkefni hjá mér á þessu ári; finna íbúð og að gera hana að drauma heimilinu.  Hérna eru nokkrar myndir frá núverandi heimilinu.

****
I am on the hunt for a new home. We sold our apartment this fall and are now desperately seeking a new one, preferably in the same area we live in now. It is with a mixed set of emotion that we say goodbye to the old home, it´s the one we bought before we had any kids and then it grew with us and has doubled in size (we added an extra livingroom some years ago). So now my spare time is used to scout the real estate advertisments...hoping that we find a new home before we have to deliver the old one to the new owners *fingers crossed* :)












Eigið góðan dag
Knús
S

2 comments:

  1. Nei, hættu nú alveg!!! Ég skoðaði þessa íbúð svona hundrað sinnum á netinu þegar hún var í sölu, sérlega skemmtileg íbúð :-) Gangi ykkur vel í leit að nýrri!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir, gaman að þér skuli hafa litist vel á hana. Núna er ég á fullu að leita að íbúð, langar helst til að vera hérna í hverfinu áfram.

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...