31.3.14

Dásamlegur drykkur / Wonderful smoothie

Það var svo yndislegt veður um helgina að ég skellti mér út að þrífa glugga, frábært að taka á móti vorinu með hreinum gluggum. Eftir þrifin verðlaunaði ég mig með einum besta drykk sem ég hef smakkað. Alveg ómótstæðilega góður svo ég varð að deila honum með ykkur :)


**********

After cleaning my windows in the lovely weather we had this weekend I dediced to treat myself with this wonderful smoothie, it is so good you can´t belive it ;)



2 dl soyamjólk
1 lúka frosið mango
1 lúka frosin bláber
1/2 banani
smá dass af kanil
1 tsk lífrænt kakó
smá dass af chia fræjum
1 msk hörfræjaolía
skreyt með ferskri basiliku

****
 2dl soyamilk
1 "palm" frozen mango
1 "palm" frozen blueberries
1/2 banana
Pinch of cinnamon
1 tsp organic cocoa
Chia seeds...just a splash
1 tbsp hampseed oil
Fresh basilic...for the finishing touch

Enjoy your day
Knús
S

30.3.14

A few of my favorite things...

Dásamleg helgi að renna sitt skeið...nóg eftir samt og yndislegt veður í borginni. Það var nú margt sem gladdi mig um helgina og hér eru nokkrar myndir af einhverju af því.

* Kvöldverður með góðum vinum....og þessi yndislega flauelsrauða kaka sem okkur var boðið upp á
* Göngutúr í miðborginni með uppáhöldunum..
* Vorið er komið í Reykjavík
* Bakkelsi úr Sandholt...mæli með ferð þangað ;)
* Eiginmaðurinn kominn heim frá útlöndunum með sitthvað í töskunni, m.a. krúttlegar bækur og gullfallegur kimono úr HM









****

Wonderful weekend almost over and the sun is shining in Reykjavík. There were many things that made me happy this weekend and here are some of them....

* A lovely evening with good friends...and a delicious red-velvet cake
* Walk with my little dudes...
* Spring has arrived in the city, warm day today :)
* Pastries from Sandholt bakery, absolutely to die for!
* Husband back from a work trip and bringing some goodes with him; cute books and a gorgeous kimono from HM

Can´t complain...life is good :)
m

29.3.14

Bæjarferð með herramönnum | Downtown with the boys

Ég er búin að vera grasekkja undanfarna daga og við strákarnir reyndum að finna okkur ýmislegt til dundurs til þess að sakna kallsins ekki of mikið ;) Í gær ákvað ég að bjóða litlu herramönnunum mínum á mömmustefnumót og stormuðum við því beint niður í bæ eftir skóla, fengum okkur gott í gogginn og röltum aðeins í bænum. Þetta var afar ljúf stund og þeir voru (aldrei þessu vant *hóst*) nokkuð rólegir...

****

We have been on our own these last week since daddy was away on a work trip. Yesterday was the last day of his trip and the boys were getting really excited to have him back. So to pass the time a bit I invited my boys to a day in town, we went to a cafe and strolled around. They surprised their mummy by being really well behaved...my little rascals ;)



Njótið dagsins | Enjoy your day
m

28.3.14

Föstudagsinnlit | Friday visit

Er ekki tilvalið að skella sér alla leið til Brasilíu á þessum sólbjarta föstudegi. Það er ekki laust við eilítinn retro keim í litavalinu, nokkurs konar nútímalegt retro ;) Hefði nú ekkert á móti því að búa þarna og njóta sólarinnar í Brasilíu.

****

Taking a peak at a lovely house in Brazil on this sunny Friday. There is a bit of a retro twist in the color choices, even though the home is very modern...maybe a bit of a modern retro ;) Wouldn´t mind living there end enjoying the Brazilian sun.









photos via: Planete Deco

Njótið dagsins! | Enjoy your day!
m

23.3.14

Sunnudagskaffið / Sunday treats

Þennan fallega sunnudagsmorgun vaknaði ég aldrei þessu vant fyrst svo ég ákvað að nýta tímann vel og dreif mig í að baka eitthvað gott til að eiga með kaffinu.

***************
This beauthifull snowy spring morning I was the first one to wake up so I decied to use the quiet time before everyone woke up to do some baking.


Enjoy your day
S

18.3.14

Mangókjúklingur / Mango Chicken

Mangó kjúklingur, það eru ófáir sem falla fyrir þessum einfalda en ótrúlega góða rétt. Sjálf fékk ég fyrst að smakka hann hjá góðri vinkonu minni fyrir u.þ.b. tíu árum síðan og hef ósjaldan eldað hann síðan. Nú síðast var hann eldaður að ósk vinkonu minnar sem kom til mín í kvöldmat.

Mangókjúklingur

3-4 kjúklingabringur skorin í gúllasbita
5 hvítlauksrif smátt söxuð
1 krukka af Mango Chutney
1 peli rjómi
2-3 tsk karrý mér finnst best að nota meira heldur en minna af karrý
Salt og pipar


Hvítlaukurinn skorinn í bita, ekki of smáa.

Kjúklingabringurnar  skornar í hæfilega stóra bita.

Hvítlaukurinn settur á heita pönnuna ásamt matarolíu og því næst er kjúklingnum bætt út á og steiktur hæfilega. Síðan salta ég og pipra ásamt því að bæta karrý út í.

Mango Chutney hellt út á pönnuna, ásamt 1 pela af rjóma. Hrærið öllu vel saman og látið malla í 10 mínútur í viðbót. Smakkið ykkur til og bætið við karrý eftir smekk.

Berið fram með hrísgrjónum, salati, maís og hvítlauksbrauði.



Verði ykkur að góðu
S

17.3.14

Forstofupælingar | Hall thoughts

Ég þarf að fara að taka forstofuna í gegn hjá mér...einhvern veginn er hún alltaf ófær vegna skótaus ungra drengja, skólataskna og úlpna. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja þetta eitthvað betur...og fá ungu drengina til þess að hengja upp dótið sitt. Forstofan er óttalega lítil og opnast beint inn í alrýmið (svo fancy orð ;) þannig að það skiptir miklu máli að hún sé nú snyrtileg og hugguleg ;) Mig dreymir um stóra forstofu, lokaða...með fullt af skápum og snögum fyrir allt sem fylgir fjögurra manna fjölskyldu. En...það kemur vonandi einhvern tímann og þangað til ætla ég að láta mig dreyma um Hang it all snagann þeirra Eames hjóna.

****

My hall...foyer? (not quite sure what the right term is) but anyways it needs some touch up. We seem to be always climbing mountains of young boys shoes, jackets and schoolbags. There has to be a way to organize it and stop risking our necks just to get in to the apartment. I long for a big hall, that you can close off from the rest of the house, with lots of cabins and hooks for everything that comes with a family of four. One day....but until then I am going to dream about the Hang it all hooks, that could solve some of my problems ;)


{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Vona að vinnuvikan byrji á ljúfum nótum | Hope you have a great start to the week :)
m

13.3.14

Litlar íbúðir / small apartments

Ég er alveg heiluð af því þegar vel tekst til með að nýta lítil rými. Þó sjálfri dreymi mig um fullt af plássi þar sem ég geti haft mitt eigið vinnuherbergi og unglingana í kjallaranum, þá heilla litlar vel skipulagðar íbúðir mig alltaf. Það er gaman að sjá hvernig hugvit og hönnun geta farið saman til að útbúa sannkallað draumaheimili.

*************

I have always been fascinated when I see well organized small apartments. Even though I sometimes dream of a big house with my own work room and a basement for my teenagers. It is fun to see how good inventions and design go together to make small apartments become dreamhomes.

{source}


{source}
{source}

{source}

{source}
Knús og klem
*S*

11.3.14

Kanilkaka | Cinnamon-cake




Þessi yndislega kaka er frekar einföld, lætur lítið fyrir sér fara en er þrusugóð. Uppskriftin kemur frá tengdamóður minni og hefur kakan ansi oft verið bökuð síðan maðurinn minn og systkin hans voru lítil.

Innihald
125 gr. smjörlíki
100 gr. púðursykur
125 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. kanill
1 egg
1 msk. mjólk (má alveg rúmlega það, annars á kakan það til að verða þurr)
2 msk. rabarbarasulta

Aðferð

  • Smjörlíki og púðursykur hrært saman þar til létt, þá er eggið sett út í
  • Þurrefnum bætt við
  • Mjólkinni hrært út í
  • Helmingnum af deiginu er settur í kringlótt tertumót, rabarbarasultunni smurt ofan á og svo restin af deginu þar ofan á.
  • Bakað við 180°c í ca. 20 mín.

Bragðast best nýbökuð með rjómaís! 



****

This cinnamon-cake has been in my husbands family for quite some time. It is fairly simple, plain looking but oh so good :) 

Ingredients
125 gr. butter/margarine
100 gr. brown sugar
125 gr. flour
1 tsp. baking powder
1 tsp. cinnamon
1 egg
1 tbs. milk (it is ok to use more than 1 tbs, otherwise the cake tends to get a bit dry)
2 tbs. rhubarbjam

Method
  • Butter and brownsugar whisked together until fluffy, then add the egg
  • Add the dry ingredients
  • Pour the milk in and let the dough blend together
  • Put about half of the dough in a round baking tin, spread the ruhbarbjam over and then put the rest of the dough on top
  • Bake for about 20 min. at 180°C
Tastes like heaven straight from the oven with some icecream!

Enjoy your evening
m

10.3.14

Randomness

Hitt og þetta sem gleður augað og andann á mánudegi....

****

Monday inspiration, images that please the eye...and mind...



{source}
{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Eigið góðan dag | Have a lovely day
m

9.3.14

Sunnudagsheimsóknin | The Sunday visit

Er ekki upplagt að bregða sér í heimsókn til Gautaborgar á þessum fallega sunnudegi? Þessi fallega íbúð er til sölu, svona ef einhver er að velta fyrir sér að flytja til Svíþjóðar ;) Það sem heillar mig við íbúðina er hversu lífleg hún er, það sést að þarna býr fólk og hlutirnir eru ekki of stílisaðir....smá svona kósí kaos í gangi ;)

****

Let´s visit this lovely apartment in Göteborg, Sweden on this bright and sunny Sunday. It´s for sale, in case any of you are contemplating moving to Sweden ;) What fascinates me most is how "lived in" it is, you can see that people reside there and its not over stylised...a bit of a cosy chaos going on :)




You can see more photos here...and check out the price ;)
(All photos from Stadshem)

Enjoy your Sunday!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...