28.1.15

Kit Kat mjólkurhristingur | Kit Kat milkshake

Þetta góðgæti er alveg tilvalið fyrir þá sem eru í "ekki-svo-sykurlaus" janúar átaki ;) Einhversstaðar höfðum við rekist á þessa hugmynd og ákváðum að bjóða upp á þetta í eftirrétt á sunnudagskvöldið. Framkvæmdin er nú ekki flókin og svo sem hægt að útfæra á marga vegu en svona gerðum við...

- tókum ísinn (vanillu) út og létum mýkjast aðeins
- notuðum Melissa blandara þar sem hnífurinn er skrúfaður á glasið og glasinu er hvolft yfir í maskínuna...vona að þetta skili sér en skammturinn er s.s. fyrir einn)
- í hvern skammt fór ca. 2 bollar af ís, dass af mjólk, ca. 1-2 tsk af vanilludropum, 1/2 kit kat súkkulaði sem búið var að saxa aðeins niður
- allt saman mixað vel og bætt við ís eða mjólk eftir þörfum og smekk
- hrærður rjómi settur ofan á og súkkulaði íssósu sprautað yfir...kit kat stöng til skrauts
- drukkið með góðri lyst og samviskubitslaust ;)





{Þumallinn upp frá þessum....og gott ef Bubbi er ekki ánægður með þetta líka ;)}


No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...