25.1.15

Helgi | Weekend

Helgin er búin að vera ansi ljúf, eins og þær eiga að vera. Það hefur verið ansi erfitt að rífa sig af stað á morgnanna og það á við um okkur öll fjögur. Gleðin er því mikil þegar föstudagurinn rennur loks upp. Við höfum því notið helgarfrísins...dass af leti, bíó, spil, afmæli og fótboltamót...allt í hæfilegum skömmtum. Svo má nú ekki gleyma því að bóndadagurinn var á föstudaginn og frúin dekraði við kallana sína, alla þrjá. Að vísu fengu þeir ekki morgunmat í rúmið en þeirra beið vöfflukaffi þegar þeir komu heim á föstudaginn...jú og svo fékk húsbóndinn öskju af Haagen Dasz ís, sem er alveg uppáhalds.

****

We have been enjoying the weekend to the fullest after a long working week. I dont know if its still the aftermath of the Christmas vacation or just the darkness in the morning but we have been finding it so hard to get out of bed to go to work and school. So this weekend was more than welcome and it has had its fair share of lazyness along with some activities; birthday party, movie, boardgames and a football match for the older son. And now we still have some hours left of the weekend break and we intend to enjoy them.






Eigið ljúfan dag
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...