18.3.14

Mangókjúklingur / Mango Chicken

Mangó kjúklingur, það eru ófáir sem falla fyrir þessum einfalda en ótrúlega góða rétt. Sjálf fékk ég fyrst að smakka hann hjá góðri vinkonu minni fyrir u.þ.b. tíu árum síðan og hef ósjaldan eldað hann síðan. Nú síðast var hann eldaður að ósk vinkonu minnar sem kom til mín í kvöldmat.

Mangókjúklingur

3-4 kjúklingabringur skorin í gúllasbita
5 hvítlauksrif smátt söxuð
1 krukka af Mango Chutney
1 peli rjómi
2-3 tsk karrý mér finnst best að nota meira heldur en minna af karrý
Salt og pipar


Hvítlaukurinn skorinn í bita, ekki of smáa.

Kjúklingabringurnar  skornar í hæfilega stóra bita.

Hvítlaukurinn settur á heita pönnuna ásamt matarolíu og því næst er kjúklingnum bætt út á og steiktur hæfilega. Síðan salta ég og pipra ásamt því að bæta karrý út í.

Mango Chutney hellt út á pönnuna, ásamt 1 pela af rjóma. Hrærið öllu vel saman og látið malla í 10 mínútur í viðbót. Smakkið ykkur til og bætið við karrý eftir smekk.

Berið fram með hrísgrjónum, salati, maís og hvítlauksbrauði.



Verði ykkur að góðu
S

2 comments:

  1. Must Try.....Flottur bambinn a bakkanum....

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir það, þessi gamall mamma átti hann þegar við vorum krakkar. Þeir eru alltaf voða sætir þessir bambar :)

    ReplyDelete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...