Mangókjúklingur
3-4 kjúklingabringur skorin í gúllasbita
5 hvítlauksrif smátt söxuð
1 krukka af Mango Chutney
1 peli rjómi
2-3 tsk karrý mér finnst best að nota meira heldur en minna af karrý
Salt og pipar
Hvítlaukurinn skorinn í bita, ekki of smáa.
Kjúklingabringurnar skornar í hæfilega stóra bita.
Hvítlaukurinn settur á heita pönnuna ásamt matarolíu og því næst er kjúklingnum bætt út á og steiktur hæfilega. Síðan salta ég og pipra ásamt því að bæta karrý út í.
Mango Chutney hellt út á pönnuna, ásamt 1 pela af rjóma. Hrærið öllu vel saman og látið malla í 10 mínútur í viðbót. Smakkið ykkur til og bætið við karrý eftir smekk.
Berið fram með hrísgrjónum, salati, maís og hvítlauksbrauði.
Verði ykkur að góðu
S
Must Try.....Flottur bambinn a bakkanum....
ReplyDeleteTakk fyrir það, þessi gamall mamma átti hann þegar við vorum krakkar. Þeir eru alltaf voða sætir þessir bambar :)
ReplyDelete