11.3.14

Kanilkaka | Cinnamon-cake




Þessi yndislega kaka er frekar einföld, lætur lítið fyrir sér fara en er þrusugóð. Uppskriftin kemur frá tengdamóður minni og hefur kakan ansi oft verið bökuð síðan maðurinn minn og systkin hans voru lítil.

Innihald
125 gr. smjörlíki
100 gr. púðursykur
125 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. kanill
1 egg
1 msk. mjólk (má alveg rúmlega það, annars á kakan það til að verða þurr)
2 msk. rabarbarasulta

Aðferð

  • Smjörlíki og púðursykur hrært saman þar til létt, þá er eggið sett út í
  • Þurrefnum bætt við
  • Mjólkinni hrært út í
  • Helmingnum af deiginu er settur í kringlótt tertumót, rabarbarasultunni smurt ofan á og svo restin af deginu þar ofan á.
  • Bakað við 180°c í ca. 20 mín.

Bragðast best nýbökuð með rjómaís! 



****

This cinnamon-cake has been in my husbands family for quite some time. It is fairly simple, plain looking but oh so good :) 

Ingredients
125 gr. butter/margarine
100 gr. brown sugar
125 gr. flour
1 tsp. baking powder
1 tsp. cinnamon
1 egg
1 tbs. milk (it is ok to use more than 1 tbs, otherwise the cake tends to get a bit dry)
2 tbs. rhubarbjam

Method
  • Butter and brownsugar whisked together until fluffy, then add the egg
  • Add the dry ingredients
  • Pour the milk in and let the dough blend together
  • Put about half of the dough in a round baking tin, spread the ruhbarbjam over and then put the rest of the dough on top
  • Bake for about 20 min. at 180°C
Tastes like heaven straight from the oven with some icecream!

Enjoy your evening
m

2 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...