11.10.16

Loppemarkaður í Kaupmannahöfn

Ég skellti mér ásamt vinkonu minni í stelpuferð til Kaupmannaferðar að heimsækja góða vinkonu okkar. Ég bjó í fimm ár í Danmörku og það var orðið alltof langt síðan ég hafði heimsótt borgina. Þegar ég bjó þar fannst mér svo gaman að rölta um á þessum svokölluðu loppemörkuðum. Þannig að ég var voða kát með að sjá að það var lítill sætur markaður við lestarstöðina hjá okkur.  Ég rölti aðeins um og dauðlangaði að taka með mér heim þennan dýrindis ruggustól og nokkrar bastkörfur :)
Það væri yndislegt ef það væri meira um svona markaði hér á landi.Knús og kram
S

1 comment:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...