7.5.13

Massívar smákökur | Colossal cookies

Ég bakaði þessar elskur um daginn og verð að viðurkenna að ég pældi ekkert í magninu á innihaldsefninu...byrjaði bara að baka. Þegar kom að því að setja rúmlega eina krukku af hnetusmjöri út í (ég lét samt bara eina duga, frá Himneskt) voru farnar að renna á mig tvær grímur...og hvað þá þegar hrærivélin var farin að erfiða verulega við að hræra þetta. En ég gafst ekki upp og var staðráðin í að láta þetta hráefni ekki fara til spillis. Og viti menn, þær eru svo sannarlega þess virðis! Þetta eru vissulega algerir "hnöllar" og mjög saðsamar en dásamlega góðar...og það er ekkert hveiti í þeim (var nú frekar skeptísk á það líka ;). Mæli með því að þið prufið...hnetusmjör, súkkulaði og hafrar klikka ekki....hafið samt í huga að þetta er stór uppskrift ;)

****

I tried these babies out the other day and have to admit that I had some serious doubts while stirring in the ingredients...mainly because I didn´t realise the amount of ingredients before I started. But this is a huge recipe and it is so worth it, the cookies are delicious...well you just can´t go wrong with peanut butter, chocolate and oats :) I got the recipe from this nice blog, click here for the recipe in English.
Njótið kvöldsins! | Enjoy your evening!
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...