Þessi póstur er sérstaklega fyrir ykkur sem langar í eitthvað gott í kvöld en nennið ekki að hafa of mikið fyrir því. Við erum afskaplega hrifin af tómatsúpum og höfum lengi haft hug á elda svoleiðis frá grunni. Við römbuðum loks á réttu uppskriftina og hvar annars staðar en á hinu alþekkta
Ljúfmeti og lekkerheit ;) Með súpunni höfðum við svo gómsætar samlokur, eða kremjubrauð eins og yngri sonurinn kallar það. Við gerum stundum svona einföld kremjubrauð fyrir hann en þetta er svona kremjubrauð de lúx.
Uppskriftina fyrir súpuna finnið þið
hér og svona gerðum við samlokurnar:
* Gróft og flott brauð (við notuðum speltbrauðhleif úr Krónunni)
* Sneiðar smurðar með Jamie Oliver tomato pesto...geggjað!
* Á milli var svo sett hunangsskinka, ostsneið og bútur af brieosti. Kallinn setti tómat líka en þar sem mér er meinilla við tómata sleppti ég því...hljómar kannski skringilega þar sem ég er að mæla með tómatasúpu ;)
* Skutlað í samlokugrillið þar til reddí...
****
This post is especially for those looking for something good to cook for dinner but don´t want to make to much of an effort. We really love tomatosoup and have been looking for the right recipe. We decided to try one from a popular Icelandic food blog and were very content with it. To accompany the soup we made grilled sandwiches and the combination was delicious.
The
recipe is in Icelandic, you can drop me a line if you it translated ;), but here is how we made the grilled sandwiches:
* We used slices of speltbread
* Spread some tomato pesto on the slices, we used Jamie Oliver´s tomato pesto
* In between we used honeyed-ham (?), slices of cheese and a slice of brie cheese. My husband added tomatoes on his sandwiches but I am no fan of tomatos so I skipped them...might sound weird since I am posting recipe for tomatosoup ;)
* Grilled in a sandwichgrill until golden and crispy...
Bon apetit!
m