Ég var stödd úti á Spáni fyrr í maí og á þessu svæði er mikið um máraminjar og norður-Afríska strauma. Ég gerði mér því miklar vonir um að finna eitthvað til að bæta í safnið. Það var þó ekki fyrr en á síðasta degi ferðarinnar, þegar við vorum á brunandi siglingu eftir hraðbrautinni á leiðinni til Grananda, að ég rek augun í gósenlandið. Við vegarkantinn....í akkúrat öfuga átt við þá sem við vorum að fara eru nokkrar keramiksölu í opnum skýlum og ég fæ auðvitað eiginmanninn til að taka u-beygju med det samme ;)
Ég hefði auðvitað alveg viljað taka alveg fullt með mér en lét mér nægja tvær skálar....skildi grænu tagínuna eftir með tárin í augunum...
Eigið ljúft kvöld :)
m
This comment has been removed by a blog administrator.
ReplyDeleteafskaplega fallegt....verst hvad thad er erfitt ad ferdast med brothaetta hluti....
ReplyDeleteJá það er nú málið, alltaf áhætta að taka svona með heim...
Delete