Það er svo gaman að uppgötva nýja staði og ekki verra ef þeir eru næstum því í bakgarðinum hjá manni. Í dag uppgötvuðum við sem sagt Hvaleyrarvatn og getum hiklaust mælt með þessum stað ef leitað er eftir fallegum stað til að fara í göngutúr með fjölskyldunni, fara í lautarferð eða jafnvel grilla. Þarna eru bekkir og borð á nokkrum stöðum og einnig grillaðstaða og salernisaðstaða. Það er meira að segja fjara/strönd við vatnið og vel hægt að dunda sér í sandinum þar. Gönguferðin í kringum vatnið tekur ekki mikið á en hægt er að ganga upp á fjall....eða svona mini fjall, eiginlega bara hæð....og réðu krakkarnir vel við það. Þaðan er útsýnið æðislegt, verst að það var aðeins of mikill vindur í dag.
****
We discovered a lovely location today, the perfect place to go for a walk with the family and even have a picnic. And the best thing is that it´s practically in the city :)
Enjoy your evening :)
mAs
Oh, þetta lítur út fyrir að hafa verið ljúft! Hvaleyrarvatn er enn á to-do-listanum hjá mér!
ReplyDeleteMæli með því! Mjög fallegt og fín aðstaða til að grilla :)
Delete