21.5.14

Pasta Puttanesca!

Það er nú varla hægt að þýða nafnið á þessu pasta án þess að roðna...reynum samt ;) Pasta puttanesca þýðir nefnilega pasta gleðikonunnar. Ég veit nú því miður ekki söguna á bak við nafngiftina en rétturinn þykir víst einkennandi fyrir suður ítalska matseld.

Hér kemur uppskriftin en hún kemur úr matreiðslubók Sophie Dahl og er gefin upp fyrir 2 manneskjur (ég tvöfaldaði hana og það var vel nóg fyrir 4).



Pasta Puttanesca - fyrir 2
200g penne pasta
Ólífuolía

> soðið saman samkv. leiðbeiningum á kassanum.

Sósan:
3 msk ólífuolía
1 geiri hvítlaukur, hýddur og saxaður
1/2 rautt chilli, fræhreinsað og saxað
400g (13oz dós) saxaðir tómatar
4 ansjósu flök/bitar (sleppti þessu þar sem ég er ekki hrifin af ansjósum)
1/2 tsk púðursykur...má vera meira, smakka til
150g svartar steinlausar ólífur
Dass/handfylli fersk, söxuð steinselja

Svona gerirðu....
Byrjaðu á sósunni:
* hitaðu 2 msk af olíiunni (3 ef þú sleppir ansjósum, annars fer ein msk með þeim, sjá neðar)
* svissaðu hvítlaukinn og chillí-ið.
* bættu tómötunum við og láttu malla í smástund

Fyrir þá sem vilja ansjósur: settu þær í mortél og maukaðu þær saman við 1msk af olíunni - bættu þeim við sósuna og láttu hana malla í ca. 20 mín. í viðbót.

* settu púðursykurinn út í sósuna og smakkaðu hana til

* eldaðu pastað samkvæmt boxinu og settu út í sósuna
* skelltu steinseljunni yfir áður en þú berð þetta fram og ekki er verra að bjóða upp á gott brauð...

Ég bakaði grófa Glóbrauðið frá Sollu en HÉR má finna uppskriftina af því.

****
Made this lovely pasta the other day. It´s very good and simple and has a rather x-rated name...Pasta Puttanesca which basically means Whore´s pasta (sorry for the profanity).

The recipe comes from Sophie Dahl and you can find it on her webpage.

Served with a loaf of newly baked bread :)








Verði ykkur að góðu!
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...