28.4.14

Grænir gluggar | Green windows

Ég er alls ekki með græna fingur og í raun eru ófáar plönturnar sem ég hef stútað í gegnum árin...af misgáningi að sjálfsögðu. En á þessu árstíma, þegar allt er að lifna við fæ ég löngun til þess að hafa eitthvað grænt inni í húsinu og þá sérstaklega kryddjurtir. Það er bara eitthvað svo heimilislegt við að hafa kryddjurtir í eldhúsgluggunum og geta nýtt þær í matseldina. Þannig að nú er glugginn minn að verða svolítið grænn...komin með basilíku, steinselju, chilliplöntu og nokkuð stóra rósmarínplöntu. Eitthvað af þessu fékk ég hjá Stínu systur, sem fékk sko grænu fingurna í vöggugjöf, en eitthvað keypti ég...nú er bara að halda þessu á lífi ;)

Ég hef verið að rekast á flottar myndir á veraldarvefnum af kryddjurtum í gömlum dósum og finnst það ægilega flott. Spurning um að grafa upp gömlu dósirnar og skella í gluggann, eða klára fína Kushmi teið mitt og nýta dósina undan því.

****

I get the urge to get something green into the home at this time of year...even though I don´t have a good track record when it comes to keeping plants alive. It´s just so homey to have something green growing in your windowsill and to be able to use it in your cooking. So now my sill is getting greener and I already have rosmarin, basilic, parsley and a chilli plant in my kitchen. Some of these I got from my sister...she got all the green fingers ;) but some I bought...so now its up to me to keep it alive ;)

I´ve been seeing photos of herbs in vintage tins all over the internet and think it´s a cute idea. I should be able to find some tins in my cabins and I could aslo hurry up and finish my lovely Kushmi tea and use the tin from that.

{source}
{source}
{source}
{source}
{source
{source}

Sunny Monday on my side, loving it :)
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...