29.8.15

Markaðsstemming | Market fun

Ég elska að þvælast um á mörkuðum og gera jafnvel góð kaup...að finna einhver fjársjóð í hrúgunni. Því miður er ekki mikil hefð fyrir mörkuðum hér á landi og mætti svo sannarlega bæta úr því. En þó má nú alveg finna einn og einn yfir sumartímann og þá helst í formi hverfahátíða. Í götunni minni, Skaftahlíð, er að festast í sessi götumarkaður sem kallast Skrall í Skaftahlíð og var haldin í annað sinn nú á Menningarnótt (um daginn þó). Því miður náði ég ekki að taka myndir þá þar sem ég var önnum kafin við að selja sjálf. Laugardalurinn hefur um nokkurra ára skeið haldið götumarkað, yfirleitt seint í ágúst og hefur hann sjaldnast verið á sama stað. Í þetta sinn var hann við Laugardalshöllina...og sólin skein. Tilvalin dagur til að rölta um í fjársjóðsleit.















****
Enjoyed this lovely and sunny Saturday roaming a market in Laugardalur. Always fun to seek out a hidden gem :)

Þangað til næst...
m

2 comments:

  1. hummmmmmm þú sást greinilega fullt af "góssi" sem fór framhjá mér í dag ;) spurning hvort feðgarnir hafi haft áhrif þar heheheh

    kv. Langholtsfrúin ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já það hefur nú stundum áhrif á mann....og kaupgleðina! ;)

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...