Stundum er það einfalda best...stundum er pakkasúpa bara pakkasúpa og það hentar bara vel þegar allir eru að koma sér inn í vinnu og skóla. En svo má líka gera meira úr máltíðinni með því að henda í dýrindis grillbrauð. Og ekki verra ef það er svakalega einfalt í framkvæmd.
Hér er það; súpereinfaldar grillbrauðslefsur...vesssgú!
Þetta þarftu:
2,5 dl. súrmjólk *
250 gr. hveiti
40 gr. sýróp
1 tsk hjartarsalt
Ólífuolía + sjávarsalt - notað þegar brauðið er grillað.
* við áttum ekki til venjulega súrmjólk þegar við gerðum þetta fyrst, bara karamellujógúrt...og þar sem það kom svona líka glimmrandi vel höfum við bara haldið áfram að nota hana. En í staðinn sleppum við sýrópinu þar sem jógúrtin er nógu sæt.
Svona gerirðu:
Hentu hráefninu í skál og hrært saman með sleif. Þegar þetta er komið nokkuð vel saman er fínt að setja hendurnar í deigið og hnoða það létt (bara ofan í skálinni).
Klíptu litlar bollur og hnoðaðu létt saman. Athugaðu að deigið er nokkuð blautt og því er fínt að setja hveiti á hendurnar þegar bollurnar eru búnar til. Hver bolla er pressuð létt saman og sett á disk.
Ólífuolíunni er svo dassað yfir ásamt sjávarsalti eftir smekk.
Skellt á grillið og fylgst vel með...brauðið lyftir sér á grillinu. Fínt er að hita grillið í botn og lækka svo þegar þú setur brauðið á.
...á meðan á þessu stendur löllar svo bara pakkasúpan á eldavélinni, algerlega í aukahlutverki enda kemst fátt annað að en nýgrillað brauðið með svotil bráðnandi smjöri ;)
Verði ykkur að góðu!
m