31.8.15

Litla Gunna og Litli Jón - annar hluti

Og sagan heldur áfram...nóg að gera í litlu búi. Það þarf að sækja póstinn, fara í vinnuna, bíða eftir strætó, tína blóm og dytta að húsinu.

Það getur reynt á að ljósmynda börn...þessi tvö reyndu á enda bæði þrjósk. Litli Jón stórbatnaði reyndar þegar honum voru boðin laun fyrir fyrirsætustörfin :)
























Þangað til næst...
mAs

29.8.15

Markaðsstemming | Market fun

Ég elska að þvælast um á mörkuðum og gera jafnvel góð kaup...að finna einhver fjársjóð í hrúgunni. Því miður er ekki mikil hefð fyrir mörkuðum hér á landi og mætti svo sannarlega bæta úr því. En þó má nú alveg finna einn og einn yfir sumartímann og þá helst í formi hverfahátíða. Í götunni minni, Skaftahlíð, er að festast í sessi götumarkaður sem kallast Skrall í Skaftahlíð og var haldin í annað sinn nú á Menningarnótt (um daginn þó). Því miður náði ég ekki að taka myndir þá þar sem ég var önnum kafin við að selja sjálf. Laugardalurinn hefur um nokkurra ára skeið haldið götumarkað, yfirleitt seint í ágúst og hefur hann sjaldnast verið á sama stað. Í þetta sinn var hann við Laugardalshöllina...og sólin skein. Tilvalin dagur til að rölta um í fjársjóðsleit.















****
Enjoyed this lovely and sunny Saturday roaming a market in Laugardalur. Always fun to seek out a hidden gem :)

Þangað til næst...
m

26.8.15

Litla Gunna og litli Jón - fyrsti hluti

Þetta eru litla Gunna og litli Jón. Einn góðan veðurdag í sumar fengu þau sér bíltúr og kíktu á litla fasteign...


















Framhald síðar...
mAs

24.8.15

Grillbrauðslufsur....

Stundum er það einfalda best...stundum er pakkasúpa bara pakkasúpa og það hentar bara vel þegar allir eru að koma sér inn í vinnu og skóla. En svo má líka gera meira úr máltíðinni með því að henda í dýrindis grillbrauð. Og ekki verra ef það er svakalega einfalt í framkvæmd.

Hér er það; súpereinfaldar grillbrauðslefsur...vesssgú!

Þetta þarftu:
2,5 dl. súrmjólk *
250 gr. hveiti
40 gr. sýróp
1 tsk hjartarsalt

Ólífuolía + sjávarsalt - notað þegar brauðið er grillað.

* við áttum ekki til venjulega súrmjólk þegar við gerðum þetta fyrst, bara karamellujógúrt...og þar sem það kom svona líka glimmrandi vel höfum við bara haldið áfram að nota hana. En í staðinn sleppum við sýrópinu þar sem jógúrtin er nógu sæt.

Svona gerirðu:
Hentu hráefninu í skál og hrært saman með sleif. Þegar þetta er komið nokkuð vel saman er fínt að setja hendurnar í deigið og hnoða það létt (bara ofan í skálinni).
Klíptu litlar bollur og hnoðaðu létt saman. Athugaðu að deigið er nokkuð blautt og því er fínt að setja hveiti á hendurnar þegar bollurnar eru búnar til. Hver bolla er pressuð létt saman og sett á disk.
Ólífuolíunni er svo dassað yfir ásamt sjávarsalti eftir smekk.
Skellt á grillið og fylgst vel með...brauðið lyftir sér á grillinu. Fínt er að hita grillið í botn og lækka svo þegar þú setur brauðið á.

...á meðan á þessu stendur löllar svo bara pakkasúpan á eldavélinni, algerlega í aukahlutverki enda kemst fátt annað að en nýgrillað brauðið með svotil bráðnandi smjöri ;)






Verði ykkur að góðu!
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...