22.10.14

Happy Thought

Ég á búningabrjálaðan son...veit að flestum börnum finnst gaman að klæða sig í búninga en yngri sonurinn tekur þetta á næsta stig. Hann á orðið dágóðan slatta af þessu og við höfum verið dugleg við að hafa augun opin fyrir búningum á góðu verði. Svona búningabrjálað fólk stekkur svo á hvert tækifæri til að skella sér í gallann og eru öskudagur og hrekkjavaka uppáhalds.

Happy Thought er ótrúlega skemmtileg síða með fullt af flottu pappírsdótarí og sumt af því frítt. Ég hef prentað út þó nokkuð frá þeim síðustu árin og nú eru þeir með þessar líka flottu grímur, 10 stykki til að prenta út og föndra sjálfur. Kosta að vísu 4 dollara en ég læt það vera. Og svo gefa þau líka upp hugmyndir að hverju hægt er að vera í og hvernig má nýta það sem til er í skápnum.

Þó svo að margir vilja vera hryllilegir á Hrekkjavöku má nú líka vera krúttlegur...krúttlega hryllilegur eða hryllilega krúttlegur. Svo er þetta líka bara skemmtileg samverustund með barninu...klippa og klístra!

Persónulega finnst mér svarti kisinn æði...og hreindýrið...og refurinn...æi þau eru öll æði :)


Check out these great diy costume ideas at Happy Thought. When you hava a costume crazy seven year old its great to be able to print out masks and use what you´ve already got in the closet. And although most kids might want to dress up in scary costumes at Halloween it´s ok to be cute as well :)

Now I´ll just have to see if someone how likes this (horrible) costume might want to dress up like a cute little fox...
Enjoy your day!
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...