29.10.14

Skjaldbökuæði | Turtles mania

Yngri sonurinn varð 7 ára í byrjun október og þar sem hann hefur verið töluvert upptekin af Ninja Turtles var veislan auðvitað í takt við það.

Blöðrurnar voru málaðar með túss og skellt á þær borða, þ.e. Donatello fékk borða en Mikki fékk nú bara ekta Mikka grímu sem afmælisbarnið var nýbúinn að fá. Eldri sonurinn sá um að búa augun til og sá yngri sá um hið glæsilega Mikka bros. Veitingarnar voru nú nokkuð hefðbundnar, ótrúlegt hvað maður er vanafastur þegar kemur að því ;) En afmælisbarnið hafði reyndar beðið frænku sína um að gera fyrir sig Oreoköku, er með oreoæði blessað barnið, og hún sló alveg í gegn...frænkan og kakan ;) Lucky Charms kökuna höfum við gert nokkrum sinnum og hún er alltaf vinsæl, hjá fullorðnum jafnt sem börnum. Heimilisfaðirinn sá alveg um afmæliskökuna og töfraði fram þennan krúttlega Mikka. Afmælisgaurinn var yfir sig ánægður með turtles afmælið sitt og það er nú aðalmálið!



{Mikki í stuði}

{Donatello með fjólubláan borða}

{Alvarlegur undir afmælissöngnum}

{Kræsingarnar}

{Mæli með þessari!}

{Oreokakan góða}

{Oreopops - turtles style}

{Raphael vettlingar frá Stínu frænku}

***
My younger son just turned 7 and we had a Ninja Turtles themed birthday party for him. We made Turtles heads by using green ballons and hung from the ceiling. The masks were either made by using a ribbon and glueing eyes on or by usting an existing Trutles mask.  He was quite happy with the results and so were we :)

Have a great day!
m

22.10.14

Happy Thought

Ég á búningabrjálaðan son...veit að flestum börnum finnst gaman að klæða sig í búninga en yngri sonurinn tekur þetta á næsta stig. Hann á orðið dágóðan slatta af þessu og við höfum verið dugleg við að hafa augun opin fyrir búningum á góðu verði. Svona búningabrjálað fólk stekkur svo á hvert tækifæri til að skella sér í gallann og eru öskudagur og hrekkjavaka uppáhalds.

Happy Thought er ótrúlega skemmtileg síða með fullt af flottu pappírsdótarí og sumt af því frítt. Ég hef prentað út þó nokkuð frá þeim síðustu árin og nú eru þeir með þessar líka flottu grímur, 10 stykki til að prenta út og föndra sjálfur. Kosta að vísu 4 dollara en ég læt það vera. Og svo gefa þau líka upp hugmyndir að hverju hægt er að vera í og hvernig má nýta það sem til er í skápnum.

Þó svo að margir vilja vera hryllilegir á Hrekkjavöku má nú líka vera krúttlegur...krúttlega hryllilegur eða hryllilega krúttlegur. Svo er þetta líka bara skemmtileg samverustund með barninu...klippa og klístra!

Persónulega finnst mér svarti kisinn æði...og hreindýrið...og refurinn...æi þau eru öll æði :)






Check out these great diy costume ideas at Happy Thought. When you hava a costume crazy seven year old its great to be able to print out masks and use what you´ve already got in the closet. And although most kids might want to dress up in scary costumes at Halloween it´s ok to be cute as well :)

Now I´ll just have to see if someone how likes this (horrible) costume might want to dress up like a cute little fox...




Enjoy your day!
m

19.10.14

Villa Maya

Við erum tiltölulega nýkomin heim úr vel heppnuðu haustfríi til Spánar. Það var ótrúlega góð vítamínsprauta að fá sól og hita í kroppinn fyrir veturinn, ekki síst fyrir yngri soninn sem vantaði slatta af D-vítamíni í sig síðasta vetur...og ekki var nú sumarið hér á suð-vesturhorninu mikið að dæla í okkur D-vítamíni ;)

Alls vorum við 13 saman í ferðinni og tilefnið var að mamma okkar systra á stórafmæli nú í október. Við fundum því stóra villu, sem hýsti stórfjölskylduna vel, sunnan við Barcelona. Svæðið kallast Miami Platja og er t.d. 30 mínútur frá Tarragona. Við vorum afar heppin með villuna og eigandinn tók vel á móti okkur. Þegar við mættum þreytt og lúin seint um kvöld, eftir 2 flug, var hann búinn að fylla á ísskápinn og kaupa ýmsar matvörur...okkur að kostnaðarlausu. Hann var afar þægilegur í viðmóti og vildi allt fyrir okkur gera. Þannig að ef þið eruð að spá í að leggja í ferðalag með stórfjölskylduna þá mælum við hiklaust með þessari villu. Hér er slóðin á hana hjá Spain-Holidays.

Hverfið sem villan var í var mjög fínt og stutt frá ströndinni, ca. 15 mínútur að labba en við keyrðum oftast með allt stranddótið sem okkur fylgdi og við gátum fengið lánað í húsinu. Svæðið í kring er mjög skemmtilegt og stutt að fara á staði eins og Salou, Cambrils, Tarragona, Port Aventura og einnig mælum við með ferðalagi til klausturins í Montserrat þó það sé aðeins lengri bíltúr.














We went to Spain in September on an much needed autumn break...to stock upon vitamin D for the winter ;) We rented a fantastic villa in the Miami Platja area and enjoyed nine days in sun and luxury, after that we spent two days on Barcelona before bracing the cold weather in Reykjavík ;) We fully recommend this villa and our host was very warm and friendly, even filled up the refrigerator when we arrived so we didn´t have to venture out at night in strange environment to buy groceries. Here is the link to the villa at Spain-Holidays if you are thinking about going to Spain with the whole family :)

Have a lovely Sunday!
m

16.10.14

Fimmtudagskvöld | Thursday night

Rólegheita kvöld í kotinu, vetrarfrí byrjað....kertaljós, kamillute og Bolig, ansi ljúft.

****

Quiet evening at home, winter break just started...candle light, chamomile tea and Bolig magazine, pretty nice.





Hope you´re having a lovely evening
m
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...