Við erum tiltölulega nýkomin heim úr vel heppnuðu haustfríi til Spánar. Það var ótrúlega góð vítamínsprauta að fá sól og hita í kroppinn fyrir veturinn, ekki síst fyrir yngri soninn sem vantaði slatta af D-vítamíni í sig síðasta vetur...og ekki var nú sumarið hér á suð-vesturhorninu mikið að dæla í okkur D-vítamíni ;)
Alls vorum við 13 saman í ferðinni og tilefnið var að mamma okkar systra á stórafmæli nú í október. Við fundum því stóra villu, sem hýsti stórfjölskylduna vel, sunnan við Barcelona. Svæðið kallast Miami Platja og er t.d. 30 mínútur frá Tarragona. Við vorum afar heppin með villuna og eigandinn tók vel á móti okkur. Þegar við mættum þreytt og lúin seint um kvöld, eftir 2 flug, var hann búinn að fylla á ísskápinn og kaupa ýmsar matvörur...okkur að kostnaðarlausu. Hann var afar þægilegur í viðmóti og vildi allt fyrir okkur gera. Þannig að ef þið eruð að spá í að leggja í ferðalag með stórfjölskylduna þá mælum við hiklaust með þessari villu. Hér er slóðin á hana hjá
Spain-Holidays.
Hverfið sem villan var í var mjög fínt og stutt frá ströndinni, ca. 15 mínútur að labba en við keyrðum oftast með allt stranddótið sem okkur fylgdi og við gátum fengið lánað í húsinu. Svæðið í kring er mjög skemmtilegt og stutt að fara á staði eins og Salou, Cambrils, Tarragona, Port Aventura og einnig mælum við með ferðalagi til klausturins í Montserrat þó það sé aðeins lengri bíltúr.
We went to Spain in September on an much needed autumn break...to stock upon vitamin D for the winter ;) We rented a fantastic villa in the Miami Platja area and enjoyed nine days in sun and luxury, after that we spent two days on Barcelona before bracing the cold weather in Reykjavík ;) We fully recommend this villa and our host was very warm and friendly, even filled up the refrigerator when we arrived so we didn´t have to venture out at night in strange environment to buy groceries. Here is the link to the villa at
Spain-Holidays if you are thinking about going to Spain with the whole family :)
Have a lovely Sunday!
m