6.2.15

Eins manns fjársjóður... | One man´s treasure...

Um síðustu helgi var ráðist í stórt verkefni...verkefni sem var búið að vaxa foreldrunum í augum lengi...nefnilega að hjálpa yngri syninum að taka til í herberginu. Hann er skondin skrúfa, yngra gullið, og á það til að fylla herbergið af plastpokum með hinu og þessu, prikum, miðum og pappakössum. Hann sér þetta sem skemmtilega hluti og án efa gegna þeir lykilhlutverkum í leik hans en í okkar augum var þetta bara drasl. En það er alls ekki auðvelt að láta þessa hluti hverfa því hann er mættur í herbergisdyrnar um leið og við stígum fæti þar inn og oftar en ekki hefur hann nappað mig með eitthvað góss á leiðinni að ruslatunnunni.

Þetta hafðist samt allt að lokum, án stórra árekstra.

****

Last weekend we decided to tackle a huge project that we had been procrastinating for quite some time, namely tidying up our younger son´s room. He has the tendency to gather stuff in his room, stuff that we regard as junk but he sees as treasures...plastic bags, sticks, boxes etc. And he watches his room like a hawk after having caught his mother more than once on the way to the bin with some of his treasures.

But we succeeded in making his room liveable and everyone is happy.






Eigið ljúfan dag!
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...