Yngri sonurinn varð 7 ára í byrjun október og þar sem hann hefur verið töluvert upptekin af Ninja Turtles var veislan auðvitað í takt við það.
Blöðrurnar voru málaðar með túss og skellt á þær borða, þ.e. Donatello fékk borða en Mikki fékk nú bara ekta Mikka grímu sem afmælisbarnið var nýbúinn að fá. Eldri sonurinn sá um að búa augun til og sá yngri sá um hið glæsilega Mikka bros. Veitingarnar voru nú nokkuð hefðbundnar, ótrúlegt hvað maður er vanafastur þegar kemur að því ;) En afmælisbarnið hafði reyndar beðið frænku sína um að gera fyrir sig Oreoköku, er með oreoæði blessað barnið, og hún sló alveg í gegn...frænkan og kakan ;) Lucky Charms kökuna höfum við gert nokkrum sinnum og hún er alltaf vinsæl, hjá fullorðnum jafnt sem börnum. Heimilisfaðirinn sá alveg um afmæliskökuna og töfraði fram þennan krúttlega Mikka. Afmælisgaurinn var yfir sig ánægður með turtles afmælið sitt og það er nú aðalmálið!
|
{Mikki í stuði} |
|
{Donatello með fjólubláan borða} |
|
{Alvarlegur undir afmælissöngnum} |
|
{Kræsingarnar} |
|
{Mæli með þessari!} |
|
{Oreokakan góða} |
|
{Oreopops - turtles style} |
|
{Raphael vettlingar frá Stínu frænku} |
***
My younger son just turned 7 and we had a Ninja Turtles themed birthday party for him. We made Turtles heads by using green ballons and hung from the ceiling. The masks were either made by using a ribbon and glueing eyes on or by usting an existing Trutles mask. He was quite happy with the results and so were we :)
Have a great day!
m
No comments:
Post a Comment