4.9.14

Focaccia



Þetta brauð hefur oft verið bakað hér á heimilinu enda afar gott og þægilegt í vinnslu...svo er það bara svo fallegt! Uppskriftin kemur frá hinni sænsku Leilu Lindholm sem ég hef nú nokkrum sinnum minnst á hér á blogginu....einfaldlega elska bækurnar hennar...og kræsingarnar sem hægt er að viska upp úr þeim :)

Focaccia
Innihald (2 brauð)
25 g ger (ferskt eða þurrger)
3 dl volgt vatn
1/2 dl ólívuolía
2 msk hunang
1 msk gróft salt
7 - 8 dl hveiti

Aðferð:
Gerið er leyst upp í volgu vatninu, hunanginu og olíunni. Gott er að láta þetta bíða í smástund og leyfa gerblöndunni að byrja að freyða aðeins. Þurrefnin sett saman í hærivélaskál og gerblöndunni bætt saman við. Allt hrært saman í ca. 5 mín. Látið hefast í ca. 45 mín. eða þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína.

Ofninn er hitaður í 225 gráður (ég hef alltaf aðeins minni hita - misjafnt eftir ofnum).

Deiginu hellt á hveitistráð borð og hnoðað aðeins. Því næst skipt í 2 kúlur sem eru flattar út þar til þær eru ca. 1 1/2 cm þykkar. Látið hefast í ca. 30 mín. eða þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína.

Þegar deigið hefur hefast eru búnar til dældir í það með því að pota fingrunum í deigið og svo er ólívuolíu og salti dassað yfir. Að lokum má setja í/yfir brauðið hráefni að eigin vali...rauðlauk, tómötum, ólívum og kryddjurtum.

Bakað í miðjum ofninum í ca. 10 mín.


****

This is one of our favorite bread recipes and it goes very well with lasagne, soups and casseroles. It comes from Leila Lindholm and if you haven´t checked her recipes out I recommend you do so :)

Focaccia
Ingredients (2 breads)
25 g yeast (fresh or dry)
3 dl lukewarm water
1/2 dl olive oil
2 tbsp honey
1 tbsp sea salt
7 - 8 dl wheat

Dissolve the yeast in the water, honey and oil, until it froths slightly. Add the dry ingredients to a bowl and add the yeast mixture. Work it together for 5 min. Cover the bowl with a cloth and let rise for 45 min. or until the dough has doubled it´s size.

Heat the oven to 225°C

Knead the dough together and form two balls out of it. Flatten the balls out until they are approximately 1 1/2 cm thick. Let them rise for about 30 min. or until they have doubled their size.

Once the dough is ready make little hollows in it by poking it with your fingers. Then you drizzle some olive oil and sea salt over the bread and add ingredients of your choice on top; tomatoes, olives, herbs, red onions...etc.

Bake in the middle of the oven for about 10 min.










Verði ykkur að góðu :)
m

No comments:

Post a Comment

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...