Þeir hafa verið fáir sólardagarnir í borginni í sumar en sú gula lét nú sem betur fer sjá sig á laugardaginn. Við systur skunduðum því í bæinn með ungana okkar og eyddum nokkrum klukkutímum í að þvælast um miðborgina. Bærinn var stútfullur af sólþyrstum Reykvíkingum, enda var nóg að gerast; m.a. matarmarkaðurinn í Fógetagarðinum og Druslugangan. Okkur leið eins og við værum túristar í borginni, þræddum Þingholtin og skoðuðum öll fallegu húsin, gengum svo í kringum tjörnina, fundum leikvöll....og nutum lífsins í góða veðrinu.
Nú bíðum við og vonumst eftir öðrum svona degi til að fylla á sólartankana :)
****
We haven´t seen much sun in the city this summer so naturally when it finally showed up we stormed outside - intent on soaking up the sunshine. We spent practically all of the day wandering around downtown, feeling a bit like tourists on this lovely day.
Now we´re just waiting for another glorius sunny day to fill up our tanks :)
Eigið ljúfan dag!
mAs
Maður fær bara sólina beint í æð af þessum fínum myndum, greinilega verið skemmtilegur dagur!
ReplyDeleteTakk fyrir, já hann var dásamlegur...og akkúrat það sem við þurftum :)
Delete