24.3.16

Páskafrí

Páskafrí...og því ætlum við að eyða í samveru, göngutúra, heimakósí, samverustundir og auðvitað súkkulaðiát!







Eigið ljúft páskafrí
m

22.3.16

Vorblómin

Á þessum árstíma fæ ég alltaf löngun til þess að fá mér lifandi blóm í vasa og færa vorið, sem er alveg að koma, inn á heimilið. Blómin lífga upp svo sannarlega upp á heimilið og minna á að þetta er allt að koma :)



{source}
{source}
{source}
{source}
{source}

Njótið dagsins!
m

11.3.16

Verslað í hverfinu...

Við systur uppgötvuðum yndislega búð um daginn, staðsetta í kjallara íbúðarhúss á Langholtsveginum....steinsnar frá húsinu hennar Stínu. Búðin heitir mixmix og býður upp á allskonar fallegheit fyrir heimilið. Við áttum nú frekar erfitt með okkur þarna inni þar sem svo til allar vörurnar hefðu mátt koma með okkur heim. Það skemmtilega við þessa búð er einnig það að eigendurnir leggja mikla áherslu á að velja vandaðar og fallegar vörur sem framleiddar eru af ástúð og umhyggju. Má þar til dæmis nefna vörurnar frá ítalska fjölskyldu fyrirtækinu Uashmama sem framleiða m.a. pappírspoka og svuntur sem hafa eiginleika leðurs.

Í mixmix er boðið upp á falleg hamam frá Tyrklandi teppi/dúka og handklæði og náttúrulegan svitalyktareyði sem við vorum svo heppnar að fá prufa af og erum að prufukeyra...enginn á heimilinu kvartað enn undan ólykt ;)
















Endilega kíkið á heimasíðuna þeirra, sem er líka vefverslun, og kíkið svo við í heimsókn á Langholtsveginn.
Góða helgi!
mAs
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...