22.11.15

Jóladagatal Skeggja

Litla dúllerís fyrirtækið okkar, Skeggi, er búin að liggja í eilitlum dvala undanfarið en kemur núna aftur sterkur inn. Við fengum til liðs við okkur Steinunni Gunnarsdóttir sem er frænka okkar og afrakstur samvinnunnar er jóladagatal, þar sem m.a. er föndrað, bakað og þrautir leystar. Við vorum búnar að ganga með þessa hugmynd í maganum en eins og oft vill verða koma Herra Framkvæmdafælir og Herra Verkkvíði stundum til sögunnar og letja til verks. En þegar ermarnar voru loks uppbrettar varð ekki aftur snúið fóru hlutirnir að gerast og hér er það komið. Við erum afar stoltar af þessu afsprengi og vonum að það eigi eftir að verða hluti af jólastemmningunni í desember hjá mörgum fjölskyldum.


Hér koma nokkur sýnishorn:







Dagatalið er á leið í verslanir eftir helgi og munum við auglýsa þá sölustaði. En þangað til má festa kaup á því á facebook síðu Skeggja og einnig er það að detta inn á vefverslunina okkar.

Eigið ljúfan sunnudag!
mAs



Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...