Gleðilega páska! Ég vona að þið séuð að hafa það eins gott og ég er búin að hafa það...þvílíkur dásemdartími sem þessir páskar eru. Hér er sem sagt búið að; borða súkkulaði, hafa kósí heima, njóta góða veðursins, borða góðan mat, njóta samveru við ættingja og vini....og borða smá meira súkkulaði ;)
****
Happy Easter! I hope you are having as good of a time as I am. The Easter vacation often turns out to be such a good vacation, without all the hustle that you get around Christmas and more about relaxing, spending time with family and friends, eating good food and chocolate! And of course to enjoy some outdoor activities....and we´ve been having such good weather. All in all perfect...and now I am going to have some more chocolate!
Rúmið mitt er mér hugleikið í þessu fríi...hljómar kannski skringilega en það er bara svo notalegt að geta sofið út..þurfa ekki að rífa sig upp fyrir allar aldir. Og ef maður vaknar óvart of snemma, sem gerist stundum, þá er bara hægt að lauma sér inn síðar um daginn og stela einum lúr. Svo er líka gaman þegar tveir litir gaurar koma æðandi inn, stökkva uppí og öll fjölskyldan knúsast og spjallar saman...eða tekur gamni slag. Þannig að það má eiginlega segja að rúm séu svona frekar mikilvægur hluti af heimilinu :)
Ég verð nú að viðurkenna að ekkert af rúmunum hér að neðan er mitt eigið rúm en mig dreymir svolítið um stórt og grand rúm...með gafli og milljón púðum...og þá væri nú ekki verra að svefnherbergið væri stórt líka. Allt í lagi að láta sig dreyma en þangað til er ég sátt við mitt...
****
It´s Easter vacation and my bed is one of my favorite things these days. It might sound a bit weird but it is just so nice to be able to sleep in and not to have to drag yourself out of bed at the crack of dawn. And if you happen to wake up too early in you vacation you can always steal a nap later in the day...so nice. Not to mention how nice it is when two little dudes come flying into our bed for a cuddle, chat or just to bounce and wrestle. So I think its safe to say that our beds are a very important factor of our homes :)
I must admit that none of these beds are mine but I am dreaming of a big and marvellous bed, with a headboard and lots of pillows. It´s okay to dream but until then I am happy with mine...
Er ekki vel við hæfi að taka smá gulan snúning á þessum fallega degi? Ég tengi gulan við páskana og vorið...sóleyjar, fífla og endalausa sól. Gulur hefur samt aldrei náð upp á pallborðið hjá mér í fatnaði eða húsbúnaði, en hver veit nema maður bjargi einhvern tímann gömlu stól eða kolli og sletti á hann ferskum gulum lit.
****
I think its rather fitting on this fine day to do a yellow post. I associate yellow with the Easter, the spring...buttercups and endless sun. Yellow has, however, never been a favorite of mine when it comes to clothes or objects for the home but who knows, I might rescue an old chair or some old furniture and give it a fresh coat of yellow paint.
Þessi skápur hefur líka öðlast nýtt líf og á síðunni má sjá fyrir og eftir myndir. | This old cabin has also gotten a new life and if you click on the source you can see before and after photos.
Elska þessa sjúskuðu stafi, væri alveg til í svona í eldhúsið mitt...ekki að það þurfi að minna mig á þetta ;) | Love those rustic letters and wouldn´t mind having them in my kitchen...not that I need a reminder ;)
Töff gul ljós í eldhúsið, einfalt að spreyja þau bara í öðrum lit ef maður fær leið á gula litnum. | Cool kitchen lights in bright yellow, and if you get bored of the color you can always spraypaint them.
****
Eigið bjartan dag! Ég ætla að athuga hvort ég get skellt einhverju gulu inn í mitt líf/hús. | Have a bright day, I am off to see if I can add something yellow to my life/house.
Yndisleg helgi að baki í sumarbústað...ekki amalegt að hefja páskafríið á svoleiðis lúxus. Eins og vill verða þegar stórfjölskyldan fer saman í ferðalag er mikið stuð og fjör í krakkaskaranum okkar. Til að beisla þessa orku settum við því upp páskaeggjaleit handa ungunum...og reyndum að láta þau hlaupa sem mest um ;)
Við földum lítil súkkulaðiegg og einnig vorum við með lítil plastegg sem hægt er að fylla með góðgæti eða einhverju smálegu. Ég veit ekki hvort svona egg fást hér á landi en þessi fékk mágkona mín í Ameríkunni og vöktu þau mikla lukku.
Við bjuggum til lítinn páskafugl sem átti að hafa verpt eggjunum út um allar trissur og reglurnar voru að vinna saman í því að finna egginn, leita að lituðum fjöðrum sem gátu verið vísbendingar og finna svo sjálfan fuglinn. Svo varð að sjálfsögðu að skipta jafnt á milli allra.
Þetta hafðist allt saman og allir voru sáttir með sín egg.
****
Went to a lovely cottage over the weekend with my parents, siblings and all of our kids. As can be expected when such a large group comes together there is a bit of a noise and lots of fun. We decided to channel the energy and set up an easter egg hunt for the kids...with the intention of letting them run around for awhile ;) We scattered some chocolate eggs and plastic eggs (the ones you can put candy or some treats into) and told them that the Easter bird (yup he exists) has laid some eggs all around the yard and they have to find them. They had to find all the eggs, work together, find the bird and split the goods equally between the group.
This all went according to plan and everyone had fun.
Hægt og rólega færist vorfiðringur inn í húsið og ég stend mig að því að leita uppi litríka hluti. Ég reyndar afskaplega lítið í gula litnum en eitthvað er nú til af kertastjökum og öðru dúlleríi í björtum litum. Ég ætlaði að gera mér páskakerti til að bæta úr fyrir gula skortin en endaði svo með að gera þetta fuglakerti...fannst einhvern veginn skemmtilegra að kalla þetta vorkerti heldur en páskakerti...og geta þá notið þess lengur en bara yfir páskana
Síðustu dagar hafa verið sólríkir, að vísu ískaldir en það er birtan sem skiptir öllu og minnir okkur á að bráðum kemur betri tíð með blómum og fuglasöng.
****
Slowly but surely my house gets ready for spring and it can mostly be seen in the colorful things I scatter around the house ;) I don´t have much of yellow in here but more of other bright colors like purple, pink and blue. I had some plans of making an Easter candle to make up for the absence of yellow but ended up with this one, which is more of a spring candle. And maybe that makes more sense...then I can enjoy it a bit longer.
The last days have been really sunny and bright, really cold though, but its the brightness that matters. It reminds us that soon spring will be here with flowers and little birds.
Ég veit ekki hvort það eru páskarnir eða nálægð vorsins en ég pastellitir eru að gleðja mig mikið þessa dagana. Það var nú eitt sinn sú tíð sem ég hefði fussað og sveiað yfir þeim, hef ofast verið meira svona svart-og-hvítt kona...en svona er þetta og aldrei skyldi maður segja aldrei ;)
Er ekki bara fínt að skella í smá pastel innblástur á þessum kalda en sólbjarta þriðjudegi?
****
I don´t know if its because of Easter or the nearness of spring but pastel colours make me happy these days. There was a time where I would have stayed clear of pastels, have always been more of a black-and-white woman...but I quess that´s how it rolls and one should never say never ;)
Mánudagur og ný vinnuvika...og sú síðasta fyrir páskafrí. Húrra fyrir því! ;)
Það var fínt að koma heim og gæða sér á Hummingbird bollakökunum, jafnvel enn betri svona daginn eftir. Sólin baðar stofuna, litli strumpur krækti sér í blund í sófanum (á eftir að vera í stuði fram eftir kvöldi) og ég sit hér og dáist að óróunum sem ég gerði um helgina...er bara assgoti ánægð með þá.
Allt í allt bara skrambi góður dagur, vona að ykkar sé það líka.
****
Monday and a beginning of a new work week. And in my case, the last work week before Easter vacation. I´ll toast to that! ;)
It was very nice to come home from work and snatch up one of the last of the Hummingbird cupcakes. So now I am enjoying some quiet time in my sunbathed livingroom, the little one fell asleep on the couch (and I will be paying for that tonight)..but for now its nice and I am admiring the paper mobiles that I made this weekend. Think they came out pretty nice if I do say so myself.
All in all a pretty good day and I hope you´re having a good one too.
Næst þegar ég er í London (sem gæti nú verið fljótlega) ætla ég að kíkja í Hummingbird bakaríið. Þetta er ægilega flott bakarí með útibú á nokkrum stöðum í London og hefur gefið út nokkrar uppskriftabækur....með svakalega girnilegum kökum ;)
Ég nældi mér í eina litla Cupcakes&Muffins bók frá þeim á útsölunum í janúar og í dag var loks bakað í fyrsta sinn upp úr henni:
Súkkulaði- og Heslihnetubollakökur
Hitið ofninn í 170° gráður
Innihald:
110 gr. hveiti
2 1/2 matskeiðar kakó
140 gr. sykur
1 1/2 tsk. lyftiduft
klípa/dass/smá af salti
40 gr. ósaltað smjör (mjúkt)
120 ml. mjólk
1 egg
120 gr. Nutella
heslihnetur til skreytinga (ég notaði nú bara Cadbury's egg, svona af því það eru að koma páskar)
-
Hveiti, kakó, sykur, lyftiduft, salt og smjör hrært vel saman.Mjólkinni hellt varlega út í og hrært vel saman. Egginu bætt við og hrært saman þar til hráefnin hafa blandast vel saman. Sett í bollakökuform og bakað í ca. 20 mínútur. Þegar kökurnar hafa kólnað er Nutella sprautað inní hverja köku með sprautu.
Krem:
250 gr. sigtaður flórsykur
80 gr. ósaltað smjör
2 matskeiðar mjólk
80 gr. Nutella
-
Flórsykurinn og smjörið þeytt vel saman. Mjólkinni hellt varlega út í og hrært á meðan á lágum hraða. Þegar mjólkin hefur blandast aðeins við er hraðinn aukinn og hrært í ca. 5 mínútur. Nutellanu er svo bætt út í og hrært rólega saman við.
Kreminu skellt ofan á og skreytt.
****
The next time I happen to be in London I would love to go to the Hummingbird bakery. It is a really cool bakery wich can be found all around London and their cakes look so good ;)
They have published some recipe books and I got my hands on one of them in the January sales...Cupcakes and Muffins. And today we tried out one of the recipes;
Chocolate and Hazelnut cupakes
Preheat oven to 170°C
Ingredients:
110 gr. all-purpose flour
2 1/2 tablespoons unsweetened cocoa
140 gr. caster sugar
1 1/2 teaspoons baking powder
a pinch of salt
40 gr. unsalted butter at room temperature
120 ml. whole milk
1 egg
120g Nutella
hazelnuts for decoration (I used Cadburys mini eggs, since Easter is fast approaching)
-
Put the flour, cocoa, sugar, baking powder, salt and butter in an electric mixer and beat together. Add the milk and beat together. Put the egg into the mix and beat well. Spoon the mixture into cupcake forms and bake for ca. 20 minutes. Once the cakes have cooled down you fill them with Nutella, either by
hollowing a small hole in the center of each one or by using a
"thing-a-ma-bob" (can´t for the life of me remember what its called in
English! It´s the thing you use to put icing on cakes, you can use
different sizez and shapes...hehe, am I making myself clear?)
Frosting:
250g icing sugar
80g tablespoons unsalted butter at room temperature
2 tablespoons whole milk
80g Nutella
-
Icing sugar and butter beat together in an electric mixer. Slow the speed down and add the milk. When all the milk has been added increase the speed and beat together for 5 minutes. Stir in the Nutella slowly until all incredients have mixed well together.
Put the frosting on, decorate and enjoy!
Ljúkum þessum pistil með ljúfu Lundúnalagi... | Let´s finish off with this mellow London tune...
Vonandi áttuð þið góðan sunnudag | Hope you had a nice Sunday m
Þá er maður farinn að hita sig uppí páskaföndur, ég á 11 ára dóttir sem veit fátt skemmtilegra en að föndra og helst að fá að bjóða vinum sínum að vera með okkur. Núna erum við mæðgur byrjaðar að spá í hvað okkur langar að gera í ár, við erum aðeins farnar að grúska í föndurdótinu okkar til að sjá hvað við getum nýtt af því sem við eigum. Ég er mjög hrifin af fallegum gamaldags páskamyndum og hef verið að skoða á netinu eftir fallegum myndum til að prenta út, hérna koma nokkar hugmyndir af páskaskrauti og sumar eru útprentanlegar. Svo vonast ég til að við mæðgur eigum eftir að gera eitthvað fallegt föndur sem ég get sýnt ykkur :).
Já stundum erum við það, systurnar, og stundum erum við meira að spjalla..og plana...og pæla....þið kannist kannski við það?
Við erum voðalega hrifnar af öllu pappírstengdu og langar að þróa margt fallegt í þá átt fyrir vefverslunina okkar, Skeggi. Og nú hrukkum við í framkvæmdagírinn og græjuðum nokkrar myndir/plaggöt sem okkur langar að deila með ykkur.
Við erum svoldið skotnar í skýjamyndinni og hana verður hægt að fá í nokkrum útfærslum, þ.e. með mismunandi texta...og svo verður líka hægt að velja sinn eigin texta.
Þessar myndir verður allar hægt að fá í A4 á vönduðum pappír og detta
inn í Skeggja á morgun. Og svei mér þá ef við ætlum ekki bara að bjóða
upp á afslátt. Við ætlum að hafa "pappírs" daga fram að páskum og bjóða
upp á20% afslátt af öllum pappírsvörum (plaggöt, óróar o.þ.h.)
Kíkið á þetta! ;)
****
Yes, sometimes we are like busy bees...and sometimes we mostly talk about doing stuff, plan and gather ideas. But this time we have been rather busy and have been making prints for our webshop, Skeggi. These prints come in A4, printed on a quality paper...and look really good framed.
We are particulary fond of the cloud print and that one comes in different versions; a kids print with name, date of birth and place of birth and two positivity versions...and then you can also choose your own text to put on it.
We are so happy with our productivity that we are having "paper" days until Easter, where we offer you 20% off all paper products (prints, mobiles e.t.c). Check it! ;)
{Celebrate your child´s birthplace and make his name and numbers visible}
{Message to your loved one - why not frame it?}
{Its always summer somewhere - available in English and Icelandic}
{Positivity: Happiness is a journey, not the destination}