Ég hef undanfarin ár búið til handa drengjunum viðburðadagatöl fyrir hvern dag desembermánaðar fram að jólum en þetta árið ákvað ég að hafa dagatalið bundið við sunnudagana fjóra í aðventunni. Efniviðinn fékk ég í A4 sem hluta af
bloggáskoruninni sem er í gangi á þeirra vegum. Ég mæli hiklaust með að þið kíkið á allar skemmtilegu föndurvörurnar í A4 og fylgist vel með öllum bloggurunum sem taka þátt í áskoruninni.
Ég keypti sem sagt hvíta bréfpoka frá Panduro sem koma 24 stykki saman í poka. Myndirnar setti ég upp í photoshop og ákvað að nota línurnar fjórar úr
Bráðum koma blessuð jólin. Eitthvað gekk mér nú illa að prenta á pokana svo ég ákvað bara að prenta myndirnar út á fallega pappírinn sem við notuðum á kertin í
aðventukransinn og fengum einmitt í A4. Myndirnar límdi ég svo beint á pokana. Klemmurnar átti ég fyrir.
Það kom svo eiginlega sem eftiráhugsun að rugla pokunum og láta drengina raða vísunni rétt saman til þess að finna út hvaða poki væri fyrstur. Og auðvitað fóru þeir létt með það ;)
Eigið ljúft kvöld.
m