2.12.12

Dagatalið okkar | Our calendar

Þar sem við erum búnar að vera að deila hugmyndum héðan og þaðan er kannski ekki úr vegi að sýna hvernig okkar dagatal tókst til. Þetta er viðburða- og glaðningadagatal þar sem við setjum miða fyrir hvern dag. Á miðunum geta verið ýmsar uppákomur; fá pabba til að dansa kjánadans, baka piparköku, kósíkvöld, allir í fjölskyldunni velja og spila uppáhalds jólalagið sitt..o.s.frv. Einstaka sinnum setjum við svo miða sem býður upp á að finna einhvern glaðning.

Ég var búin að sjá svona útfærslu hér, þ.e. að nota svona flögg og búa til lengju, en ákvað að hafa minn aðeins hefðbundnari í útliti og litum heldur sá upphaflegi er. Mér finnst hann reyndar ofursvalur og nútímalegur en stundum er gaman að hafa þessa týpísku jólaliti.

Það sem ég gerði var að ákveða stærð á flöggunum og klippa út heil 48 stykki í ýmsum litum. Svo límdi ég þá saman á hliðunum með límstifti, muna að hafa opið að ofan fyrir miðana, gataði tvö göt á hvert flagg og þræddi upp á bakaratvinna frá Íslenzka pappírsfélaginu...og skellti upp á vegg :)

Nú langar okkur til að sjá ykkar dagatöl, þannig að ef ykkur langar til að deila þeim okkur þá megið þið senda mynd á kristinragna1970@gmail.com og ef þið viljið mega nokkrar línur og nafn fylgja með :)

****

Since we´ve been sharing with you some ideas for December calendars we thought it might be in order to show you our calendar. I had already seen this idea here but decided to go with a more traditional look, even though I think the original idea looks very cool. This is an event or a treat calendar, where each flag holds a little note stating what will be done/happen today. It can be anything from getting daddy to dance a sillydance, baking gingerbread cookies, choosing your favorite christmas song etc. Some notes hold a promise of a treat, a little present, which the boys have to look for.

What I did was to decide a size for the flags, cut out 48 of them and glue together (just on the sides, the top has to be open for the notes). Then I punched two holes in each flag and threaded them upon a  thread...and hung it up :)

If you want to share your calendar with us we would love to see it, you can send us a photo, a few words about it and your name,  to kristinragna1970@gmail.com.
Enjoy you Sunday!
M

2 comments:

 1. The countdown is a magical time!

  Wishing you a magical week!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Thank you Maia :)
   yes indeed it is magical..all that is missing now is the christmas snow, but I am sure it will make an appearance soon ;)

   Have a great week!

   Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...