18.11.12

Afrakstur helgarinnar | The weekends productivity

Við systur náðum nú að framkvæma hitt og þetta þessa helgina sem við getum vonandi sýnt ykkur von bráðar. Ég hafði það líka af að drífa í að gera kerti...já eins og flestir eru nú að gera þessa dagana ;) Mig langaði til að gera mitt eigið og var búin að ákveða að þetta væri flóknara en það reyndist. Þegar ég sá svo fallegu vetrarmyndirnar sem Stína Sæm. var búin að tína saman á blogginu sínu, Svo margt fallegt, varð ekki aftur snúið, ég kolféll fyrir þessum fallega rebba.

Hreindýrapúðinn var líka búin að vera á listanum lengi og fékk svo loks að fæðast. Frekar einfalt verkefni það; bara að finna fallega mynd og prenta út á "transfer" pappír, strauja á efni (helst ljóst efni) og sauma púða...ekkert mál! 

****

This weekend turned out to be rather productive for us sisters and we can hopefully show some of the products soon. I also managed to make a candle like I had been wanting to try out for quite some time. That turned out to be much easier than I thought. I saw some lovely photos on this cute blog and absoulutely fell in love with this fox.

The reindeer pillow had also been on my mind and now its in my chair ;) Another very easy project; just find a photo/print you like and print it out on transfer paper...iron on the fabric of your choice (a lightly coloured fabric) and sew a pillow...easy! 




Hope your weekend turned out good :)
M

2 comments:

  1. Ekkert smá flott hjá ykkur ! Var einmitt líka að prófa að gera svona kerti, ótrúlega auðvelt og sniðugt :-)

    Púðinn geggjaður ! Hvar fær maður svona transfer pappír?

    kv
    Kristín

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir Kristín, þetta er nefnilega frekar einfalt :)

      Transfer pappírinn var keyptur fyrir mörgum árum en mig minnir að ég hafi fengið hann í ritfangaverslun. Grunar samt að hann sé til í einhverjum föndurbúðanna, Föndurlist í Holtagörðum er með ansi gott úrval. Þessi sem ég notaði heitir APLI; transfer paper for white t-shirts.

      Bestu kveðjur
      Margrét

      Delete

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...